Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 16
Orka náttúrunnar hefur opnað tvær 150 kílóvatta hraðhleðslu- stöðvar við Baulu í Borgarfirði við þjóðveg 1. Munu stöðvarnar geta þjónað allt af fjórum rafbílum í senn og eru þær hannaðar með það í huga að þær henti vel bílum með aftanívagn. Með þessari nýju viðbót liggja nú aldrei meira en 100 km á hringveginum, frá Reykjavík til Akureyrar, milli hraðhleðslustöðva ON. Stöðvar frá fyrirtækinu á þessari leið er auk þess að finna í Reykja- vík, Víðihlíð í Húnaþingi, Varma- hlíð í Skagafirði og á Akureyri. „Við erum alsæl að geta boðið rafbílaeigendum þessa auknu þjón- ustu og óskum þeim til hamingju með nýju stöðvarnar. […]Við erum einbeitt í að byggja upp og reka trausta innviði fyrir orkuskipti í samgöngum hér á landi enda sýnir splunkuný skýrsla Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsvána að ekki er vanþörf á,“ segir Kristján Már Atla- son, forstöðumaður fyrirtækja- markaða Orku náttúrunnar, í til- kynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Hleðslustöðvum fjölg- ar við hringveginn Ljósmynd/Orka náttúrunnar ON Hraðhleðslustöðvum hefur nú verið komið upp við Baulu í Borgarfirði. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Börnum á leikskólaaldri hefur fjölgað mikið í sveitarfélaginu og til að geta haldið áfram að taka inn börn þurftum við að bregðast við,“ segir Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjöl- skyldusviðs Seltjarnarnesbæjar. Nýr leikskóli hefur verið settur á stofn í sveitarfélaginu, Ungbarna- leikskóli Seltjarnarness. Leikskólinn verður til húsa í sögufrægu húsnæði Mýrarhúsaskóla sem reist var 1906. „Gamli Mýrarhúsaskóli hefur þjónað margvíslegum hlutverkum í gegnum tíðina en hefur lengst af ver- ið í þjónustu við börn svo þetta er mjög viðeigandi,“ segir Baldur. Hús- ið er glæsilegt og hefur eins og Bald- ur segir hýst margvíslega starfsemi. Þarna var barnaskóli sveitarfé- lagsins um árabil, þarna var sömu- leiðis fyrsta frístundaheimilið rekið, í húsinu var lögreglustöð og síðar skrifstofur bæjarins en nú síðast skrifstofur félagsþjónustunnar. Eft- ir að þær fluttust á bæjarskrifstof- una var húsið ekki í notkun. „Það þarf að aðlaga húsnæðið og lóðina þessari starfsemi en það eru ekki mjög umfangsmiklar fram- kvæmdir. Við miðum við að opna 1. október,“ segir Baldur en fyrst um sinn verður ein deild á leikskólanum, 13 börn frá 15 mánaða aldri. Þeim gæti fjölgað síðar. Flókið að stækka leikskólann Leikskóli Seltjarnarness er einn stærsti leikskóli landsins með 230 börn og fjórar starfsstöðvar. Af hverju var ákveðið að stofna nýjan leikskóla núna? „Það þótti of mikið að bæta fimmtu starfsstöðinni við með öllu og flókið fyrir reksturinn. Þetta varð því niðurstaðan,“ segir Baldur. Morgunblaðið/Eggert Nýtt hlutverk Gamli Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi, sem reistur var árið 1906, mun hýsa ungbarnaleikskóla. Nýr leikskóli verður í gamla skólahúsinu - Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness tekur til starfa í október 16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 Blautfóður. Fullt af blautfóðri. Fyrir hunda og ketti. Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Einkunnum verði breytt yfir í talnakerfi, fjármálalæsi innleitt í aðalnámskrá grunnskóla, skóla- sund verði valgrein eftir miðstig, fræðsla um andlega heilsu verði aukin til að berjast gegn for- dómum, gæði heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni verði bætt og fjár- magn til loftslagsaðgerða aukið upp í að minnsta kosti 4% af árlegri landsframleiðslu. Þetta eru meðal 40 tillagna, sem ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefur mótað til að vinna að framgangi heimsmarkmiðanna hér á landi. Ungmennin leggja einnig til, að kosningaaldur verði lækk- aður í 16 ár og að nýja stjórnar- skráin verði lögfest. Ríkisstjórnin átti í gær fund með ungmennaráðinu þar sem tillög- urnar voru kynntar en þær fjalla um menntamál, heilbrigðismál og umhverfismál. Í framhaldinu áttu ráðherrar samtal við ungmenna- ráðið um tillögurnar og sýn ung- mennanna á verkefnið fram undan. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu er haft eftir Katrínu Jak- obsdóttur forsætisráðherra að til- lögur ungmennanna séu mikilvægar og fundurinn hafi verið ráðherrunum mikilvægur inn- blástur fyrir verkefnin fram undan. „Við ræddum hugmyndir þeirra og nálgun á stóru áskoranirnar fram undan sem eru að gera alla framleiðslu og neyslu sjálfbæra og hvernig við getum bætt heilbrigði og menntun okkar,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni. Stofnað árið 2018 Ungmennaráð heimsmarkmið- anna var stofnað árið 2018 en hlut- verk þess er að fræðast og fjalla um heimsmarkmiðin ásamt því að koma sínum áherslumálum á fram- færi. Þá veitir ungmennaráðið stjórnvöldum aðhald við innleið- ingu markmiðanna. Ráðið er skipað tólf fulltrúum á aldursbilinu 13-18 ára víðs vegar af landinu. Það kem- ur saman sex sinnum á ári og fund- ar þess á milli í gegnum fjar- fundabúnað. Þá fundar ungmennaráðið árlega með ríkis- stjórn. Í skjali með tillögunum segist ungmennaráðið óska eftir því að til- lögunum verði fylgt eftir og þær kannaðar að fullu. Einnig sé æski- legt að tillögunum verði komið áfram til næstu ríkisstjórnar og að ráðið fái að hitta næstu ríkisstjórn sem verður mynduð eftir kosning- arnar í september. Kynning Ungmennaráðið kynnir tillögur sínar fyrir ríkisstjórninni. 40 tillögur kynntar um heimsmarkmiðin - Ungmennaráð átti fund með ráðherrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.