Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 22
Tenging Frá Hörpu sést yfir til Marshall-
hússins. Það er aðeins hafnarmynnið sem skil-
ur staðina tvo að. Matseðillinn verður sá sami.
VIÐTAL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Ég segi það alltaf að La Primavera sé 25 ára
þótt á ýmsu hafi gengið frá því að við opn-
uðum í Austurstrætinu árið 1996,“ segir Leif-
ur Kolbeinsson veitingamaður þegar við setj-
umst niður á fjórðu hæð Hörpu en þar standa
nú yfir viðamiklar breytingar á hinu magnaða
rými sem hýst hefur veitingastaðinn Kola-
brautina frá árinu 2011, þ.e. frá því að nýja
tónlistar- og ráðstefnuhöllin opnaði dyr sínar
fyrir gestum í fyrsta sinn.
Leifur hefur ásamt sínu fólki tekið ákvörð-
un um að nú verði settur punktur aftan við
sögu Kolabrautarinnar og að þess í stað færi
La Primavera út kvíarnar en þann stað end-
urvakti hann eftir nokkurra ára hlé í Mars-
hall-húsinu á Granda.
„Þar byrjuðum við með veitingastað sem
var kenndur við húsið sjálft. Svo ákváðum við
að standa fyrir þriggja mánaða pop-up-veit-
ingastað SOE sem Viktoría Elíasdóttir rekur
í Berlín (staðurinn er kenndur við listastúdíó
bróður hennar, Ólafs Elíassonar). „Það gekk
svo ljómandi vel að ég ákvað að efna til
þriggja mánaða pop-up-viðburðar með La
Primavera og þannig hefur það haldið áfram
frá 2018,“ segir Leifur og brosir í kampinn.
Seðillinn heldur gildi sínu
„Þegar við opnuðum aftur í Marshall--
húsinu tókum við í raun bara upp gamla mat-
seðilinn sem við keyrðum á í Austurstrætinu.
Þetta er einfaldlega eitthvað sem fólk kann
ofboðslega vel að meta. Þess vegna tókum við
ákvörðun um að færa út kvíarnar hér í
Hörpu.“
Hann viðurkennir að það hafi reynst flókn-
ara verk en hann taldi í fyrstu að halda úti
veitingarekstri í Hörpu. Og af reynslu sem nú
spannar áratug er verið að gera miklar breyt-
ingar á húsnæðinu.
„Við ætlum að vera með að hámarki 80
manns í sæti á nýja staðnum en Kolabrautin
tók allt að 180 manns í sæti. Þetta verður
mun hlýlegra og að sjálfsögðu verður þetta
klassíski La Primavera-matseðillinn. Hér
finnur fólk að sjálfsögðu parmaskinkuna og
geitaostinn, milanese-kálfasteikina og tira-
misu.“
Þótt staðirnir verði að mörgu leyti áþekkir
og þeir kallist á yfir hafnarmynnið þá mun
nýi staðurinn einnig sækja bragðeinkenni til
þeirrar aðstöðu sem þar er fyrir.
„Hér er algjörlega frábær eldofn þannig að
við munum bjóða upp á ýmislegt eldbakað.
Það er spennandi viðbót sem ég held að fólk
muni taka vel í.“
Sömu arkitektar og á Granda
Endurbæturnar á húsinu eru unnar af
arkitektunum hjá Kurt og Pí en þeir höfðu
veg og vanda af hönnuninni sem blasir við
gestum La Primavera á Grandanum.
Aðeins ein vakt
Eftir því hefur verið tekið að veitingastað-
urinn í Marshall-húsinu er aðeins opinn í há-
deginu á þriðjudögum og miðvikudögum, í
hádeginu og að kvöldi fimmtudag og föstudag
og á kvöldin á laugardögum. Er það óvana-
legt í veitingahúsamenningunni hér á landi.
„Launakostnaður er orðinn gríðarlega hár
á Íslandi og erfitt að manna góða staði með
öflugu fólki. Með þessu kemur reksturinn
einfaldlega betur út. Það er alltaf fullt hjá
okkur þegar opið er og við erum alltaf með
sama fólkið á staðnum. Engin vaktaskipti og
núningur þar á milli. Ég held að með þessu
verði reksturinn betri og viðskiptavinir okkar
fái betri þjónustu um leið.“
Svipað verður upp á teningnum í Hörpu en
afgreiðslutíminn þó enn styttri til að byrja
með.
„Við ætlum að hafa opið á kvöldin á
fimmtudögum, föstudögum og laugardögum
og svo munum við laga tímann að dagskránni
í húsinu. Við ætlum að sinna gestum Hörpu
þegar þeir eru hér.“
Komið að tímamótum
Leifur telur að nú sé komið að tímamótum
í starfseminni í hinni miklu tónlistarhöll okk-
ar Íslendinga. Því ráði m.a. uppbyggingin í
kring en innan skamms verður opnað nýtt
Marriott-Edition-hótel við hlið hennar og þá
styttist í að Landsbankinn opni nýjar höf-
uðstöðvar þar við hliðina á.
„Það átti að opna hótelið 2015 en hér var
gríðarmikil hola í mörg ár sem var lítil prýði
fyrir Hörpu en nú er þetta allt að koma,“
segir Leifur. Einhverjir kynnu að spyrja
hvort smáborg á borð við Reykjavík beri
tvær „Primaverur“ en Leifur segist hafa góða
tilfinningu fyrir skrefinu.
„Viðskiptavinir okkar eru að langstærstum
hluta Íslendingar og við fundum það í far-
aldrinum. Það hefur verið fullt út úr dyrum
allan tímann og eftir því sem sóttvarnareglur
hafa leyft. Ég held einfaldlega að við séum að
gefa fleirum tækifæri til að njóta ítalskrar
matargerðar sem hefur sannað sig í ald-
arfjórðung.“
La Primavera opnar í Hörpu
Morgunblaðið/Eggert
Þriðji staðurinn Leifur stefnir að opnun nýrrar „Primaveru“ í Hörpunni í haust..
- Leifur Kolbeinsson veitingamaður lokar Kolabrautinni og opnar útibú frá einum þekktasta stað landsins
- Hlynntur styttri afgreiðslutíma - Trúir að tími Hörpu runninn upp með uppbyggingu í nágrenninu
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hannes Alfreð Hannesson, for-
stöðumaður flutningsmiðlunarinnar
TVG Xpress, segist finna fyrir
auknum áhuga erlendra netversl-
ana á Íslandi. „Við fáum reglulega
fyrirspurnir frá erlendum netversl-
unum,“ segir Hannes en TVG
Xpress var upphaflega stofnað árið
2016 utan um sendingar frá bresku
netversluninni ASOS hingað til
lands. Síðasta ár var metár í send-
ingum frá ASOS þegar meira en
70 þúsund sendingar voru af-
greiddar. Árið í ár stefnir í að fara
fram úr síðasta ári í fjölda send-
inga.
„Þegar fólk heyrir af nýjum
markaðssvæðum hefur það áhuga
á að útvíkka sína þjónustu. Vel-
gengni ASOS hér á landi hefur
þannig laðað fleiri erlendar net-
verslanir til landsins,“ segir Hann-
es og nefnir norræna netverslana-
risann Boozt sem dæmi.
„Samkeppnin er að aukast á mark-
aðnum.“
Þjónustuaðili Boozt hér á landi
er DHL að sögn Hannesar. Sem
dæmi um fleiri verslanir sem farið
er að bera á hér á landi nefnir
Hannes bresku netverslunina VAZ
og hina íslensku Shop USA.
Netverslun sveiflast í faraldri
Hannes segir að netverslun frá út-
löndum hafi aukist mikið. Auk þess
að sinna erlendu netversluninni
hefur TVG Xpress lagt aukna
áherslu á innlenda netverslun,
enda hefur hún tekið mikið stökk í
veirufaraldrinum. „Netverslun inn-
anlands hefur sveiflast töluvert
eftir því hvernig samkomu-
takmarkanirnar hafa þróast.“
Spurður á hvaða tímapunkti er-
lendar netverslanir setji sig í sam-
band við flutningsmiðlun eins og
TVG Xpress segir Hannes það
vera þegar magnið er orðið mikið.
„Verslanirnar sjá hagræði í því
þegar magnið fer að aukast að
semja við aðila eins og okkur og fá
tilboð í utanumhald og dreifingu.“
TVG Xpress dreifir um allt land.
„Í dag bjóðum við heimkeyrslu til
94% heimila á landinu og erum
með heimkeyrslu samdægurs á
suðvesturhorninu.“
Finnur fyrir auknum áhuga
erlendra netverslana
TVG Xpress – fjöldi sendinga 2017-2021
Þúsundir sendinga
*Það sem af er ári 2021
Innlendar sendingar
Erlendar sendingar
2017 2018 2019 2020 2021
Innlendar 8 105 54
Erlendar 38 42 67 71 45
Alls 38 42 74 176 98
H
ei
m
ild
:T
V
G
X
p
re
ss
38 42
74
176
98*
- Stefnir í annað
metár í sendingum
21. ágúst 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.21
Sterlingspund 173.98
Kanadadalur 99.73
Dönsk króna 20.009
Norsk króna 14.11
Sænsk króna 14.475
Svissn. franki 138.76
Japanskt jen 1.1605
SDR 180.35
Evra 148.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.0881
« Hagnaður Landsvirkjunar nam 55
milljónum dala, eða sjö milljörðum
króna, á fyrstu sex mánuðum ársins.
Hagnaður fyrirtækisins á sama tímabili í
fyrra nam 43,6 milljónum dollara.
Eins og fram kemur hjá Herði Arnar-
syni forstjóra fyrirtækisins í tilkynningu
sem það sendi út í tilefni þess að hálfs-
ársuppgjörið liggur nú fyrir er „hagn-
aður fyrir óinnleysta fjármagnsliði“ sá
mælikvarði sem Landsvirkjun lítur til við
mat á rekstri fyrirtækisins. Óinnleystir
fjármagnsliðir eru gangvirðisbreytingar
afleiða og óinnleystur gjaldeyrismunur
m.a.
Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinn-
leysta fjármagnsliði nam 99,3 milljónum
bandaríkjadala, eða 12,2 milljörðum
króna yfir tímabilið. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá fyrirtækinu.
Eignir Landsvirkjunar nema nú tæp-
lega 4,5 milljörðum dala en þær jukust
um þrjú prósent milli ára.
Landsvirkjun hagnast
um sjö milljarða króna