Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á Íslandi þann 11. júní. • Steinsagir • Kjarnaborvélar • Jarðvegsþjöppur • Sagarblöð • Kjarnaborar Víkurhvarfi 4 - 203 Kópavogur Opið mán. - fös. kl. 8-17. S. 588-0028 haverslun@haverslun.is haverslun.is Þjónustuverkstæði og varahlutir Husqvarna K970 15,5 cm sögunardýpt Husqvarna K3600 Vökvasög Sögunardýpt 27cm Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Mikill kurr er meðal foreldra og starfsfólks Fossvogsskóla þar sem enn ríkir óvissa um tilhögun skóla- starfs 2.-4. bekkjar á næstu vikum en kennsla á að hefjast í skólanum á mánudaginn nk. samkvæmt stunda- töflu. Til stóð að koma allri kennslu fyrir á jarðhæð Víkingsheimilisins en á fundi skólaráðs með fulltrúum Reykjavíkurborgar á fimmtudag kom í ljós óánægja með það fyrir- komulag. Var þá brugðið á það ráð í gær að senda foreldrum barna í ofan- greindum árgöngum skoðana- könnun þar sem þeir eru beðnir að velja milli þriggja kosta fyrir til- högun skólastarfsins fyrstu vikur skólaársins og hafa þeir frest til há- degis í dag til þess að svara könn- uninni. Húsnæði Hjálpræðishersins einn útlistaðra valkosta Fyrsti kostur sem útlistaður er í könnuninni er að halda sig við stað- setninguna í Fossvogsdalnum með því að 1. bekkur stundi nám í Út- landi, húsi Frístundar á skólalóð Fossvogsskóla, en kennsla fyrir 2.-4. bekk verði á jarðhæð í Víkingsheim- ilinu. Annar kostur er að 1. bekkur verði í Útlandi, 2. bekkur í Berserkjasaln- um á jarðhæð Víkingsheimilisins og 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Þriðji kosturinn er að 1. bekkir verði í Útlandi, en að skólastarfið í 2.-4. bekk fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlands- braut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Foss- vogsskóla. Karl Óskar Þráinsson, formaður foreldrafélags Fossvogsskóla, gagn- rýnir framvindu í málinu og segir umrædda skoðanakönnun hafa bor- ist bæði seint og illa. „Þegar þessi skoðanakönnun var kynnt fyrir foreldrum og starfsfólki vorum við efins um að þetta væri besta leiðin til að taka upplýsta ákvörðun og hvort könnunin væri aðferðafræðilega rétt framkvæmd,“ segir hann. „Þarna virðist hafa verið kastað fram þremur valkostum án neinnar útskýringar á því hvað í þeim felst eða hverjir kostir og gall- ar hverrar tillögu eru. Þannig að það er erfitt fyrir foreldra að taka upp- lýsta afstöðu.“ Þá segir Karl borgina hafa dregið lappirnar í máli Fossvogsskóla og óviðunandi sé að ábyrgðin hafi verið færð á hendur foreldra og starfs- fólks skólans að kjósa um næstu skref með svo stuttum fyrirvara. „Þessi tímaþröng er gröf sem borgin gróf sér sjálf með framkomu sinni við skólasamfélagið og hve þétt hún hélt að sér spilunum fram á þennan dag. Þetta er algerlega á ábyrgð skólayfirvalda og þeirra sem stjórna borginni hvernig í pottinn er Segja mikla óvissu ríkja um skólahald - Segja borgaryfirföld firra sig ábyrgð í máli Fossvogsskóla - Foreldrum gefinn sólarhringur til að kjósa um lausn - Draga lögmæti könnunarinnar í efa - Hjálpræðisherinn býður aðstoð sína Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Röskun hefur verið á skólahaldi í Fossvogsskóla í þrjú ár. Kennsla skólabarna í Fossvogsskóla *Valkostir sem standa núna til boða. **Húsnæði sem notast var við tímabundið síðasta skólaár.K o rt ag ru n n u r: O p en S tr ee tM ap Þróttarheimilið** Laugardalsvöllur** Fossvogsskóli Víkingsheimilið* Korpuskóli* Hjálpræðisherinn* Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- is- og þróunarsamvinnuráðherra segir íslensk yfirvöld ætla að taka þátt í að finna afgönsku starfsfólki Atlantshafsbandalagsins skjól í samræmi við yfirlýsingu utanrík- isráðherra bandalagsins sem sam- þykkt var í gær. Leggur Atlantshafsbandalagið nú kapp á að flytja ríkisborgara bandalags- og samstarfsríkja frá Afganistan. Þá einnig afganska rík- isborgara sem eru í sérstakri hættu, sérstaklega þá sem starfað hafa fyrir bandalagið. „Við erum virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu sem þýðir að við tökum þátt í því að koma þessu fólki í skjól,“ segir Guðlaug- ur. Útfærsla á því liggur ekki fyrir en líklega verður niðurstaðan sú að afgönskum starfsmönnum banda- lagsins verði deilt á milli aðildar- ríkjanna og þá mun Ísland standa sína plikt í því, að sögn Guðlaugs. Á þessari stundu er þó verið að einbeita sér að brottflutningi fólks- ins frá Afganistan og ferlið ekki komið svo langt að fyrir liggi ákvörðun um næstu skref. Guðlaugur bendir á að starfs- menn NATO séu aðeins mjög fá- mennur hópur fólks, og örlítið brot af þeim Afgönum sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda. „Fyrir þessa atburði þurfti rúm- lega helmingur þjóðarinnar mann- úðaraðstoð, eða um tuttugu millj- ónir manna. Þá voru tvær til þrjár milljónir á flótta innan Afganistans og annað eins fyrir utan. Í byrjun þessa árs, fyrir atburðina, bættust 400.000 manns við þann fjölda,“ segir Guðlaugur. Alþjóðasamfélagið stendur nú þegar frammi fyrir stærsta flótta- mannavanda sem sést hefur frá seinni heimsstyrjöldinni, útskýrir Guðlaugur. Ástandið sem skapast hefur í Afganistan með yfirtöku talíbana bætist því ofan á þann vanda. Flóttamannanefnd fundaði í dag um viðbrögð Ísland og skilaði minnisblaði til félagsmálaráðherra sem mun bera það undir ríkis- stjórn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði í samtali við mbl.is að það væri alveg skýrt að tekið yrði á móti fleiri hælisleitendum vegna ástandsins sem nú ríkir í Afganist- an. Starfsfólk NATO fái skjól hér á landi - Ábyrgð allra ríkja bandalagsins „Það er nú búið að funda úti um allt í dag um alls konar mál. Það er búið að vinna heilmikið í þessu máli,“ sagði Skúli Helgason, for- maður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, er blaðamaður ræddi við hann í gærkvöldi. Spurður um þá hugmynd borg- aryfirvalda að nemendur sæki skóla í kjallara Víkingsheimilisins svarar Skúli að fram hafi komið „skýr vilji hjá fulltrúum foreldra, athugasemdir og gagnrýni á þá hugmynd þannig að menn hafa verið að vinna með fleiri kosti. Svo var þessi hugmynd sem kom fram frá foreldrum í gær [fyrradag] að kanna þennan kost sem nýtt húsnæði Hjálpræðishers- ins er við Suðurlandsbraut. Mönn- um líst þannig á það húsnæði að það gæti hentað mjög vel og rúm- að alla árgangana þrjá. Þannig að þessir kostir eru farnir í könnun og foreldrar vinsamlegast beðnir að gefa okkur sitt álit fyrir hádegi á morgun.“ Skúli viðurkennir að foreldrum sé gefinn stuttur tími til að bregð- ast við. „En menn eru bara upp- teknir að leita lausna og finna þá lausn sem hentar þessari mikil- vægu starfsemi sem best. Auðvit- að eru fundir með starfsfólkinu líka. Það skiptir ekki síður máli að fá álit kennara og annars starfs- fólks á þessum kostum þannig að könnunin er líka lögð fyrir það. […] Þessi lausn sem við erum að tala um núna er bara fyrir næstu vikurnar. Einingahúsin eru að koma og þau munu þjóna skólastarfinu í allan vetur og eins lengi og þarf þar til framtíðar- lausnin liggur fyrir. Það er engin breyting með það. Þetta er hugs- að bara fyrir næstu þrjár til fjórar vikurnar.“ Sögð lausn til skemmri tíma HÚSNÆÐI FYRIR ALLA ÁRGANGANA ÞRJÁ búið núna. Það er þeim til skammar að nú skuli fórna enn einum vetri barnanna í vandræðagang fullorðna fólksins hjá borginni,“ segir hann. Valkostir ekki kynntir Agnar Freyr Helgason situr í skólaráði Fossvogsskóla fyrir hönd foreldra barna í skólanum. Hann segir mjög jákvætt að aðrir kostir séu komnir til skoðunar en gagnrýnir þó aðferðafræði borg- arinnar og skólayfirvalda til ákvarð- anatöku í þessu máli líkt og Karl. „Húsnæði Hjálpræðishersins hef- ur til að mynda ekki verið kynnt fyr- ir foreldrum með neinum hætti. Það var fyrst í gær sem við heyrðum af þeim kosti,“ segir hann. „Þetta slær mig sem sýndarleikur sem er fyrst og fremst ætlað að firra borgina ábyrgð og færa hana yfir á foreldra.“ Karl og Agnar eru þó sammála um það að húsnæði Hjálpræðishersins á Suðurlandsbraut sé álitlegasti kost- urinn af þremur. Hjördís Kristinsdóttir, svæðisfor- ingi Hjálpræðishersins, segir það hafa verið samfélagslega ábyrgð Hjálpræðishersins gagnvart nær- umhverfi sínu að bjóða húsnæði sitt fram í þessum tilgangi, innt eftir því. „Það eru engir hagsmunir í þessu fyrir okkur, hvorki pólitískir, for- eldrahagsmunir né neitt slíkt,“ segir hún. Aðspurð segir Hjördís vel hægt að sýna foreldrum og starfsmönnum skólans húsnæðið fyrir skólasetn- ingu á mánudag verði húsnæði hers- ins fyrir valinu í kosningunni. „Menn hafa nú risið upp frá dauð- um á þremur dögum,“ segir hún að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.