Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 34

Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 ✝ Unnur Guðrún fæddist á Siglufirði 27. maí 1979. Hún ólst upp á Siglufirði, flutti til Reykjavíkur og bjó þar í nokkur ár en flutti svo aftur heim. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands, Siglufirði, 10. ágúst 2021. Foreldrar hennar eru, Auð- ur Björk Erlendsdóttir, f. 11. maí 1957 á Siglufirði, og Rögnvaldur G. Gottskálksson, f. 17. maí 1955 á Siglufirði. Systir hennar er Aðalheiður Lovísa Rögnvaldsdóttir, f. 3. janúar 1982 á Siglufirði, maki hennar er, Guðjón Hall Sigur- björnsson, f. 9. janúar 1981 á Blönduósi. Börn þeirra eru, 2001 á Akranesi, dóttir þeirra er Alda Þalía Arnórsdóttir, f. 28. desember 2020 á Ak- ureyri. Unnur Guðrún kom víða við. Hún var mjög liðtæk í sportinu, stundaði skíði, fót- bolta og blak, svo eitthvað sé nefnt. Hún lauk grunnskóla- námi frá Siglufirði og útskrif- aðist frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki. Unnur Guðrún útskrifaðist í uppeldis- og mennt- unarfræði 20. júní 2009 í Reykjavík og hlaut lærdóms- titilinn baccalaureus artium. Hún útskrifaðist í kennslu á grunnskólastigi 11. júní 2021 á Akureyri og hlaut lærdóms- titilinn magister educationis MT. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 21. ágúst 2021, klukkan 11. Streymt verður frá útför- inni: https://youtu.be/iSGED9sHye8 Virkan hlekk má finna á: https://mbl.is/andlat Lárey Lind Guð- jónsdóttir, f. 27. desember 2008 í Reykjavík, og Magnea Mist Guð- jónsdóttir, f. 16. nóvember 2012 í Reykjavík. Unnur Guðrún lætur eftir sig tvö börn með fyrrverandi maka sínum, Kristni Kristjánssyni, f. 15. apríl 1973 á Siglufirði. Börn þeirra eru, Hilmir Darri Kristinsson, f. 25. maí 2010 í Reykjavík, og Auður Anna Kristinsdóttir, f. 22. febrúar 2013 í Reykjavík. Barn Krist- ins frá fyrra sambandi er Arn- ór Gauti Kristinsson, f. 17. júní 2000 í Reykjavík, maki hans er Hrafnhildur Elín Hin- riksdóttir, f. 7. september Elsku Unnur. Það er óskiljanlegt að þú sért farin frá okkur. Að ég muni aldrei sjá þig aftur. Þú varst besta systir í heimi og vildir öllum vel. Fallegri manneskju hef ég ekki kynnst bæði að innan sem utan, þvílík feg- urð sem allir tóku eftir. Ég var alltaf montin að vera systir þín og er það enn. Þegar ég kynnti mig þá endaði kynningin alltaf á: Ég er systir Unnar. Allir vissu hver þú varst, dökkhærða, fallega, góða Unnur. Ég fékk fyrsta vinninginn í systralottóinu. Allt sem við bröll- uðum heima á Sigló, spjallið okkar í eldhúsinu, fórum í skóla á Krók- inn, alltaf varst þú til í að leyfa mér að hanga með þér, samt var ég stundum óþolandi litla systir en alltaf varst þú góð við mig og vini mína. Þegar ég flutti suður. Hver tók á móti mér? Þú, þú varst klettur- inn minn. Við skoðuðum mörg hreysi saman þegar ég var að kaupa mína fyrstu íbúð, mér var alveg sama hvað mikill tími fór í þetta, því ég var að skoða með þér. Alltaf var stutt í grínið hjá þér. Ég gleymi því aldrei þegar við fjölskyldan ræddum saman um hve alvarleg veikindin þín væru. Þegar þú stóðst upp og sagðir: Ég er þó allavega mjó, og hlóst. Þessi brandari endaði á Facebook-inu þínu, sem margir skildu ekki en alltaf hlógum við. Þegar ég vissi að ég væri ófrísk, ég var spennt að segja Guðjóni, en vá hvað ég var spennt að segja þér. Það var ekki spurning hvern ég vildi hafa hjá mér í fæðingunni. Stundirnar okkar með gríslingana okkar, sunnudagaskólarnir, hús- dýragarðsferðirnar, matarboðin og gistinæturnar hjá þér. Þegar þú fluttir aftur á Sigló, símtölin og hláturinn. Spenningurinn hjá mér og börnunum mínum að koma á Sigló, alltaf tókst þú á móti okkur með bros á vör. Þetta er svo ósanngjarnt, þetta orð ósann- gjarnt var það síðasta sem ég heyrði þig segja. Af hverju þarf þetta að vera svona ósanngjarnt? Þú áttir allt lífið fram undan. Ynd- isleg móðir, sem gerðir allt fyrir börnin þín. Þú barðist eins og ljón allan tímann, þvílíkur viljastyrkur sem þú hafðir en því miður gaf lík- aminn sig á endanum, hvernig er hægt að leggja svona miklar þján- ingar á svona góða manneskju. Ég vildi óska þess að ég hefði getað tekið eitthvað af þessum sársauka. Aldrei kvartaðir þú þeg- ar ég spurði hvernig þér liði, þá var svarið, ágætlega, sama hversu veik þú varst. Alltaf vonaði ég að nú væri búið að lækna þig og allt yrði gott. En því miður fór það ekki svoleiðis. Orð fá því ekki líst hvað mér finnst þetta ósanngjarnt. Að þú fáir ekki að fylgjast með börnunum þínum vaxa úr grasi. Yndislegu og hjartahlýju börnunum, sem eru spegilmynd þín. Það er sárt að vita til þess að þau fái ekki lengur að vera hjá þér, móður sinni. Ég veit að nú ertu á betri stað og laus við sársaukann. Nú ertu engill sem vakir yfir börnunum þínum og okkur sem elskum þig. Sú vitneskja veitir mér styrk en á sama tíma er ég reið og sorg- mædd að þú sért ekki lengur hér. Eitt máttu vita, elsku Unnur, ég mun aldrei gleyma þér og mun ávallt elska þig. Hvíldu í friði, elsku besta systir mín. Ég elska þig af öllu hjarta. Þín systir Aðalheiður L. Rögnvaldsdóttir (Heiða Valda). Æðruleysi lýsir vel elsku frænku. Þessi unga, fallega, sterka og hugrakka kona hafði styrk, innri frið, þrek, vit og skyn- semi sem var hennar aðalsmerki. Við sem eftir erum leitum skýr- inga, búum til orð sem hugga okk- ur og gefa okkur kraft til að halda áfram. Því við eigum erfitt með að skilja þessa hörku og þetta þunga högg sem við höfum orðið fyrir. Þetta tóm sem hefur skapast. Það er erfitt að skilja; af hverju hún? Við sem erum náin henni og höfum verið samferða alla tíð er- um þakklát fyrir þann tíma sem við höfum fengið og þær góðu minningar sem við eigum. Við Unnur Guðrún áttum margar góð- ar stundir saman bæði heima á Sigló og í Reykjavík. Það var margt skrafað og brallað. Hún átti auðvelt með að leika sér og smita gleði og hlátri út frá sér í allar átt- ir. Hún kunni að njóta líðandi stundar og vera hér og nú. Frændur hennar, Guðlaugur og Gunnar, eiga henni og systur hennar Aðalheiði mikið að þakka. Þær systur kenndu frændum sín- um á skíði og bretti á skíðasvæði okkar Siglfirðinga í Skarðsdal þó þær væru ekki mikið eldri en þeir. Það er ógleymanleg og skemmti- leg lífsreynsla sem þeir koma til með að varðveita í minningunni um elsku frænku sína. Í hvert inn sem Unnur Guðrún leit á börnin sín var móðurástin öllu yfirsterkari, hún var stolt mamma. Hún elskaði börnin sín af öllu hjarta. Þau voru henni allt. Þau eiga góðar minningar sem hún byrjaði snemma að leggja grunn að. Veganestið sem hún gefur börnunum sínum mun alltaf fylgja þeim hvort sem þau taka eftir því eða ekki. Elsku Hilmir Darri, Auður Anna, Auður, Valdi, Heiða, Guð- jón, Lárey, Magnea og Kristinn. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Megi minningarnar ylja ykkur um ókomna tíð. Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig, þættirnir úr þínu lífi þeir sem kærast glöddu mig. Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið, man er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Steinn Steinarr) Sóley, Birgir, Guðlaugur og Grace Gunnar Birgisson. Elsku Unnur Guðrún, það er sannarlega sárt að þurfa að kveðja þig, unga og sterka konu sem tókst á við erfið veikindi af miklu æðruleysi og seiglu. Við erum innilega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig í fjöl- skyldunni og notið þeirra forrétt- inda að kynnast mannkostum þín- um sem voru afar margir. Þú varst einstaklega falleg, sterk, kraftmikil, ljúf, ráðagóð og dugleg kona. Sérstaklega varstu þolin- móð og yndisleg móðir og lifðir fyrir börnin þín og að búa þeim fallegt, ánægjulegt og gott líf. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í litlu fjölskylduna okkar sem verður ekki fyllt, en við erum þakklát fyrir ljúfar samveru- stundir og minningar sem munu ylja okkur um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Hilmir, Auður Anna, Valdi, Auður, Heiða, Guðjón, Lá- rey og Magnea, missir ykkar er mikill, megi Guð og allar góðar vættir styrkja ykkur í sorginni. Minning um yndislega konu mun alltaf lifa í hjörtum okkar, Gunnar, Erla Ósk, Elsa María og Elva Björg. Það er með sorg í hjarta sem ég sest niður og skrifa minningar- grein um bestu vinkonu sína, en efst í huga mínum er sönn vinátta í rúm 42 ár. Við fæðumst með dags millibili og erum skírðar á sama degi og fengum báðar millinafnið Guðrún af tilviljun og má með sanni segja að við höfum fylgst að alla tíð síðan. Við vorum saman í grunn- og framhaldsskóla og nán- ast í öllum íþróttum, æfðum fót- bolta með KS og skíði með skíða- félaginu. Þó svo að við værum bestu vinkonur þá var mikil keppni á milli okkar en það gleymdist alltaf daginn eftir. Eftir grunnskóla lá leiðin á Krókinn í Fjölbraut þar sem við nutum lífs- ins og eignuðumst fullt af vinum sem eru ennþá miklir vinir okkar í dag, báðar spiluðum við fótbolta með Tindastóli og eru margar góðar minningar sem sitja eftir. Eftir Fjölbraut fórum við báðar suður í meira nám og vorum alltaf í miklu og nánu sambandi. Svo kom mikilvægasta verkefnið; börnin þín sem voru þér allt, litlu sólargeislarnir Hilmir og Auður. Það sem þú elskaðir að vera mamma enda vafðist það ekki fyr- ir þér, varst reyndar búin að fá góða æfingu með hann Arnór þinn, sem þér þótti svo vænt um. Árið 2011 flutti ég aftur heim á Sigló og tveimur árum seinna flyt- ur þú með þína fjölskyldu og erum við aftur orðnar sameinaðar heima á Sigló. Fljótlega eftir að þú flytur heim kynnumst við annarri íþrótt, blaki, og vorum við ekki lengi að tileinka okkur það og á einum tímapunkti vorum við allar vinkonurnar í besta saumaklúbbnum í blaki. Að baki eru óteljandi ferðalög, mót, leikir og frábær félagsskapur, keppnisskapið sem að vísu ein- kennir okkur báðar aldrei langt undan. Það er svo minnisstætt þegar þú horfðir í augun á mér og sagðir við mig fyrir leiki: „Ása, við erum sko ekki að fara að tapa fyrir þessu liði“ og ef svo vildi til að við töpuðum var leikurinn ræddur daginn eftir yfir kaffibolla. Ári eft- ir að þú greinist þá kemur þú til mín og segir: „Ása, það er lands- mót á Króknum, eigum við ekki að taka þátt í strandblaki?“ Ég hélt það nú og við skelltum okkur og létum búa til okkar eigin treyjur; „Sigló-79“, og áttum við frábæra helgi heima hjá Kolbrúnu vinkonu okkar. Eftir að við urðum fertugar langaði okkur að prófa eitthvað nýtt og skelltum okkur í golfið. Baráttan þín við þennan sjúk- dóm var með ólíkindum, allt sem þú gekkst í gegnum á þessum tíma, allar aðgerðirnar og lyfja- gjafirnar, alltaf stóðstu upp og hélst áfram og stundum átti mað- Unnur Guðrún Rögnvaldsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og barnabarn, GÍSLI REGINN PÉTURSSON, lést á heimili sínu laugardaginn 7. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 23. ágúst klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/kQJoKXHnSM4, einnig í gegnum mbl.is/andlat Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir Hannes Lárusson Pétur Sigurðsson Matthildur Edda Pétursdóttir Björk Gísladóttir Ingirafn Steinarsson Ragnar Stefánsson Ingibjörg Hjartardóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, LÁRA RUNÓLFSDÓTTIR, Víðilundi 14a, Akureyri, lést sunnudaginn 15. ágúst í faðmi fjölskyldunnar. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 24. ágúst klukkan 13 frá Akureyrarkirkju. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Bestu þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Hermann Einarsson Eyrún Hermannsdóttir Hjörtur Ágústsson Rúnar Hermannsson Guðrún Í. Einarsdóttir Hulda Hermannsdóttir Svanur Kristinsson Hugrún Hermannsdóttir Ottó B. Ottósson Sigrún Runólfsdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALBERT VALDIMARSSON bifvélavirkjameistari, lést á dvalarheimilinu Grund 17. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 2. september klukkan 13. Jarðsett verður á Einarsstöðum í Reykjadal. Guðrún Albertsdóttir Eva Ásrún Albertsdóttir Valdís Albertsdóttir Dóra Þórdís Albertsdóttir og fjölskyldur Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR INGIMARSSON, hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Brúnavegi í Reykjavík, lést sunnudaginn 15. ágúst. Útförin fer fram fimmtudaginn 26. ágúst klukkan 15 í kirkju Óháða safnaðarins. Guðbjörg Garðarsdóttir Gestur Ólafsson Sólveig G. Garðarsdóttir Þorvaldur Eiríksson barna- og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, KRISTINN K. ÓLAFSSON, áður til heimilis á Kristnibraut 31, lést 12. ágúst á hjúkrunarheimilinu Mörk. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 23. ágúst klukkan 13. Súsanna Kristinsdóttir Kristinn Jón Kristinsson Stefanía S. Ólafsdóttir Anna Steindórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Anna Hulda Norðfjörð Árni S. Norðfjörð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.