Morgunblaðið - 02.10.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 02.10.2021, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is MEÐ SJÁLFBÆRNI AÐ LEIÐARLJÓSI Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi (NV), hefur afhent Alþingi og dómsmála- ráðuneytinu kosningakæru þar sem þess er krafist að Alþingi úrskurði ógilda kosningu allra framboðslista stjórnmálasamtaka í kosningunum í kjördæminu. Í kærunni kemur enn fremur fram að Alþingi fresti úrskurði um kjör- bréf allra þingmanna og varaþing- manna í kjördæminu. Magnús segir í kærunni að yfir- kjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafi brotið gegn mikilvægum ákvæð- um XV. kafla kosningalaga við með- ferð kjörgagna og talningu atkvæða í kjördæminu. Ágallar séu verulegir og með engu móti hægt að útiloka að þeir gætu hafa haft áhrif á úrslit kosninga til Alþingis 25. september sl. Því beri að ógilda kosningu í NV- kjördæmi og fyrirskipa uppkosn- ingu. Fram kemur í tilkynningu, að Magnús trúi því og treysti að þing- menn skoði þessa kosningakæru af fullri sanngirni og alvöru. „Uppspretta valdsins í okkar sam- félagi er í þingkosningum. Löggjaf- arvaldið velur síðan hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild eru undir í þessu máli,“ segir Magnús m.a. í kærunni. Harma stöðuna Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjör- dæmi sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hörmuð er sú staða sem upp sé komin vegna starfa hennar á taln- ingarstað í kosningunum. Biður yfirkjörstjórnin frambjóð- endur og kjósendur afsökunar, en tekið er fram að talningarfólk og starfsfólk á talningarstað hafi sinnt starfi sínu af heilindum. Lýsir hún því að ábyrgðin á stöðunni sé alfarið yfirkjörstjórnar og óskar þess að starfsmenn verði ekki dregnir í um- ræðuna um málið. Kæra afhent vegna kosninganna í NV - Yfirkjörstjórnin biðst afsökunar Magnús Davíð Norðdahl Ingi Tryggvason BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Úrslit kosninganna um liðna helgi eru mönnum enn ofarlega í huga, þó ekki væri nema vegna óvissunnar í kjölfar mistaka við talningu í Norð- vesturkjördæmi, en svo eru auðvitað margir uppteknir af viðræðum stjórnarflokkanna um endurnýjað stjórnarsamstarf. Þar skiptir kosn- ingaárangur flokkanna talsverðu máli þegar kemur að því að semja um ráðherrastóla og stefnumál í stjórnarsáttmála. Þar munu vafalaust allir flokkar gefa talsvert eftir og pólitísk nauð- syn hefur sín áhrif, en eftir sem áður þarf að horfa til úrslitanna, hvaða árangri flokkarnir náðu og hvar; hvað má úr því lesa um vilja kjós- enda, sem endurnýjaðri ríkisstjórn er hollast að fara eftir. Stjórnarflokkarnir hafa að vonum keppst við að undirstrika þá trausts- yfirlýsingu kjósenda við ríkisstjórn- arsamstarfið, sem felist í kosningun- um. Þar má segja að gervallri stjórnarandstöðunni nema Flokki fólksins hafi verið hafnað og ríkis- stjórnin jók meirihluta sinn. Vinstrisveiflan sem ekki var En það má lesa fleira úr úrslit- unum. Í miðri kosningabaráttunni, þegar fylgi tók loks að hreyfast í könnunum, mátti greina væga vinstrisveiflu. Sú sveifla gekk raunar til baka fyrir kjördag, en úr sjálfum kosningaúrslitunum var engin leið að lesa vinstrisveiflu úr kortunum. Öðru nær og mætti frekar segja að vinstrinu hafi verið hafnað, þar sem Sósíalistaflokkurinn komst ekki á blað eftir allt saman og bæði Sam- fylking og Píratar hlutu illa útreið. En hvað má þá segja um Vinstri- græn, flokk Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra? Hann missti fjórðung fylgis síns frá kosningunum 2017, þótt vissulega megi benda á að það hafi gerst þegar eftir þær kosn- ingar. Og þrátt fyrir að flokkurinn hafi náð að auka fylgið talsvert á lokametrunum, þá blasir við að Katr- ínu Jakobsdóttur mistókst að endur- heimta fyrra fylgi. Að því leyti má vel segja að úrslitin séu hluti af afhroði vinstrisins. Á hinn bóginn er ekki unnt að segja að kosningarnar hafi verið sig- ur hægriflokka, svona að því marki sem þeir eru til á Íslandi. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn sé hægriflokkur, en hann stendur býsna nærri miðju, ekki ósvipað kristilegum demókrötum suður í álfu. Hann náði að halda fylgi sínu mikið til óbreyttu, þótt hann hafi víð- ast dalað örlítið, sem að einhverju leyti má, eins og hjá mörgum flokk- um öðrum, rekja til fjölgunar fram- boða. Miðflokkurinn er sömuleiðis blendinn til hægri og hið sama má á sinn hátt segja um Viðreisn, sem átti að heita til hægri við miðju, en hallar sér orðið um sumt til vinstri. Mið- flokkurinn var nálægt því að þurrk- ast út af þingi og árangur Viðreisnar ekkert til þess að færa í tal. Aftur á móti má segja það um báða þá flokka, sem mest juku fylgi sitt, Framsóknarflokk og Flokk fólksins, að þeir eru báðir miðjuflokkar, en samt frekar óræðir á þessum hefð- bundna vinstri-hægri-ás og fátt ef nokkuð í helstu stefnumálum þeirra, sem auðveldar slíka staðsetningu. En e.t.v. athyglisvert, að báðir höfðu það helst að markmiði að bæta kjör eða aðstæður bágstaddra, efnalítilla, barna og aldraðra. Fjórir ásar eða fleiri Kannski er það þó of einföld eða jafnvel röng nálgun í stjórnmála- umhverfi 21. aldar að horfa aðeins til vinstri-hægri-áss. Líkt og dregið hefur verið fram hér að framan og margir þekkja sjálfsagt af eigin raun af svokölluðum kosningakompásum duga þeir engan veginn til. Flokkar geta verið frjálslyndir í samfélags- legum efnum en íhaldssamir í ríkis- fjármálum, nú eða öfugt. Sumir hneigjast til alþjóðlegrar nálgunar en aðrir leggja meira upp úr þjóð- legum gildum, vilja t.d. ganga í Evr- ópusambandið eða fara úr Atlants- hafsbandalaginu, dást að fjöl- menningu eða ekki. Skipta má flokkum í borgaralega flokka eða róttæka, sem er svipað og hægri- vinstri en þó ekki alveg hið sama. Aðrir eru hallir undir pópúlíska nálgun í málflutningi sínum meðan aðrir eru meiri kerfisflokkar, og svo mætti lengi áfram telja. Hér að ofan má sjá huglægt mat á nokkrum þessara ása, ásamt með skilum þar á milli ef menn vilja hugsa í meirihlutum, en flokkarnir eru misákafir í þessum efnum. Rétt er að ítreka að sú hugsanaæfing byggist ekki á neinum vísindalegum rannsóknum og er meira til gamans gerð, þótt vissulega megi úr því lesa vísbendingar um hvaða flokkar eru líklegri til þess að geta unnið saman en aðrir. Nú eða runnið saman ef tvístrun hins pólitíska litrófs á Ís- landi skyldi einhvern tímann linna. 13 16 5 6 3 6 8 6 24,4% 17,3% 5,4% 8,3% 8,8% 9,9% 12,6% 8,6% Huglæg skipting stjórnmálaflokka á Alþingi Samkvæmt úrslitum Alþingiskosninga 25. september 2021 J J J J J J J J J Sjálfstæðisflokkur Framsókn Miðflokkur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylking Vinstri græn Píratar Stjórnfesta Lýðhyggja Íhaldssamir FramsæknirAlþjóðlegir Þjóðlegir Borgaralegir Róttækir J táknar jöfnunarmenn Fleiri ásar en vinstri og hægri - Kosningaúrslit sýna mikið afhroð vinstriflokka - Engin hægrisveifla í landinu merkjanleg heldur - Flokkar með óljósustu stefnumálin unnu mest á - Kortleggja má pólitíkina út frá fleiri ásum 2021 2021 ALÞINGISKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.