Morgunblaðið - 02.10.2021, Síða 47

Morgunblaðið - 02.10.2021, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég beið spenntur eftir þess- ari þriðju plötu Gróu því að plöturnar tvær fram að þessu hafa verið mjög skemmtilegar. Þið afsakið þessa temmilega ópopp- fræðilegu byrjun og lágmarks dokt- orstakta en stundum – jafnvel oft – þarf ekki að flækja hlutina mikið. Með Gróu er alveg ljóst hvað í gangi er frá fyrsta tóni. Hér er ástríða, orka, sköpun, óþreyja, galsi, skemmtan og gleði. Það er varla púls mælanlegur í þér ef þú nemur þetta ekki eftir ca. hálft rennsli í gegnum eitthvert Gróulagið. Sveitin er samstarfsverkefni þeirra Fríðu Bjargar Péturs- dóttur sem spilar á bassa, Hrafn- hildar Ein- arsdóttur sem spilar á trommur og söngkonunnar Karólínu Einarsdóttur. Sótt er í skapalón sígildra kvennapönksveita eins og Slits, Raincoats og Grýlna upp að vissu marki þó eðlilega sé þetta ekki alveg svo einfalt. Fyrstu tvær plöturnar innihalda hrátt og skemmtilegt pönk, melódískt en til- raunakennt líka. Karólína syngur og öskrar með miklum tilþrifum, gefur lögunum öllum mikinn karakter. Hnyttnir textar, fíflalegir og margt látið fljúga – og standa. Til þess að gera eru þessar tvær fyrstu plötur áþekkar, sú seinni þó öruggari um marga hluti. Nýja platan brýtur að vissu leyti blað í sögu Gróu. Hún er lengsta platan til þessa, tólf laga og um 43 Pönkast í ömmubuxum Orka Gróa á Airwaves, 2019, þar sem KEXP tók upp herlegheitin. mínútur. Það er í raun meira hisp- ursleysi en nokkru sinni áður. Í stað þess að þétta sig og formfesta, sem er svo algengt, hafa þær í raun aldrei verið villtari og hrárri. Betri – en brjálaðri. Þetta er athyglisverð þró- un í raun. „Ég skal bíða eftir þér“ opnar plötuna eftir óm og garg úr ein- hverju áhrifshljóðstækinu. Karólína syngur, ógnandi en prúð á sama tíma!? Það er ákefð í þessu lagi sem sleppir manni ekki. „Dansa uppá þaki“ er tækifæri fyrir Fríðu og Hrafnhildi til að láta ljós sitt skína. Leikandi bassi og uppteknar tromm- ur leiða lagið út í gegn. „Granny- pants“ er líkast til uppáhaldslagið mitt á allri plötunni og ber með sér mikil þroskamerki. Gítaróhljóð og -áhrif eru nýtt á mjög flotta vegu, ríf- andi gítar sem minnir mig á Sonic Youth í kringum EVOL eða Bad Moon Rising. Klasturslegur gítar Andy Gill úr Gang of Four er þarna á svifi líka. Óhamin smíð – nánast djamm – sem dregur mann inn. Gróa hefur ekki áður leyft sér svona mikinn losarabrag. „Juicy berr í leyni“ ýjar að svipuðu hamsleysi. Hávaðagítarar á sveimi og lagið óstöðugt og ringlað. Frábært! Það eru þó lög hérna sem mætti kalla frá- kast. „Trúðu á þig trúður“ er í raun óklárað, skissa sem hefði alveg mátt vera utan plötu. En þetta er svona eina dæmið eiginlega um misstig. „Stærsta hjarta í heimi“ inniheldur gítarspil í anda Þeysara og seinni tíma Purrks og eins og með alla plöt- una, það er mikið „attitjúd“ í því, lag- ið er bæði hart og linnulaust. Það virðist ætla að leysast upp um mið- bikið en aftur er því lent og Karólína syngur einfaldar textalínurnar aftur og aftur líkt og hún sé í trans. Stórgóð plata og í raun ekki eins og ég átti von á. Venjulega, eins og ég hef lýst, verða sveitir straumlínu- lagaðri með tímanum en Gróa ætlar ekki að láta hanka sig á neinu slíku. Ég er forvitinn að vita hvert þetta fer næst, hvert þær taka þetta. Þær eru enn kornungar, margt framundan og svo óskaplega margt í stöðunni mætti segja. » Í stað þess að þétta sig og formfesta, sem er svo algengt, hafa þær í raun aldrei verið villtari og hrárri. Betri – en brjálaðri. Þetta er athyglisverð þróun í raun. What I like to do er þriðja breiðskífa Gróu sem verður að teljast allnokkur árangur en meðlimir eru enn undir tvítugu. Jón B.K. Ransu opnar mynd- listarsýningu í dag í Listamönn- um galleríi á Skúlagötu 32 og ber hún titilinn Röðun / Se- quencing. Segir um hana í tilkynningu að austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner hafi haldið því fram að manneskjan byggi í tveimur heimum í senn, hinum andlega og efnislega og sænska listakonan Hilma af Klint túlkað þessi fræði í myndröðinni Svanir. „Fyrst túlkaði hún heimana tvo sem svartan og hvítan svan. En síðar gaf hún þeim hringform sem klofnuðu í lit en stóðu sem heil form á fletinum miðjum,“ segir í tilkynningu og að undanfarin ár hafi Jón B.K. Ransu sótt innblástur í þessi verk Hilmu af Klint sem og Edvards Munch og þá aðallega „Ópið“. Segir að í „Ópinu“ mætist tveir heimar, hins þekkta og óþekkta eða skynjaða og óskynjaða. Síðustu sýningar Ransu hafa vísað til þessara verka Munch og af Klint og er sýningin Röðun / Sequencing í formrænu framhaldi af þeim. Ransu sýnir í Listamönnum Jón B.K. Ransu Kristín Tryggva- dóttir opnar sýn- inguna Vídd í dag kl. 14 í Gall- eríi Göngum við Háteigskirkju. Verk Kristínar á sýningunni spegla áhuga hennar á vídd, fjölbreyttan skilning tungu og tákna með tengingu við hina óendanlegu veröld fjarlægðar og nálægðar, eins og segir í tilkynn- ingu og er veröld nær og fjær túlk- uð allt frá hinu huglæga og ósjáan- lega til okkar fótspora. Jörð, himingeimur, táknmyndir, jafn- vægi og fegurð eru í verkunum. Sýningin stendur yfir til 2. nóv- ember. Veröld nær og fjær í Galleríi Göngum Kristín Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.