Morgunblaðið - 02.10.2021, Page 52
Frumsýning heimildarmyndarinnar Jarðsetning eftir
Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt fer fram í dag kl. 17 í
Bíó Paradís og er hún á dagskrá Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík, RIFF. Í myndinni er fjallað um
hús Iðnaðarbankans við Lækjargötu sem reist var á sjö-
unda áratugnum, byggt eftir teikningum Halldórs H.
Jónssonar arkitekts, en hálfri öld síðar var ákveðið að
byggingin þyrfti að víkja fyrir nýrri. Í myndinni er fylgst
með hvernig „hrein og einföld form byggingarinnar af-
myndast, hvernig burður í sverum súlum og þykkum
gólfplötum gefur eftir“, eins og segir í tilkynningu.
Jarðsetning frumsýnd á RIFF
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Ég lá undir feldi í fósturstellingu og
reyndi af alefli að detta niður á bestu
hugmynd í heimi,“ segir Margrét
Sverrisdóttir leikari sem hefur
ásamt eiginmanni sínum, Oddi
Bjarna Þorkelssyni, sóknarpresti á
Möðruvöllum í Hörgárdal, skrifað
handrit að þáttunum Himinlifandi,
en fyrsti þáttur verður frumsýndur á
morgun, sunnudag, á sjónvarpsstöð-
inni N4 á Akureyri.
Margrét og Oddur Bjarni fara
einnig með aðalhlutverkin í þátt-
unum. Himinlifandi er fyrsta leikna
barnaefnið fyrir sjónvarp sem fram-
leitt er af fagfólki utan höfuðborgar-
svæðisins. Um er að ræða 12 þátta
seríu sem unnin er í samstarfi við
þjóðkirkjuna og Biskupsstofu.
Margrét segir að fulltrúar frá
Biskupsstofu hafi átt fund með þeim
hjónum í fyrra og beðið þau að búa til
barnaefni. Hún hefur starfað sem
leikari og hafði umsjón með Stund-
inni okkar í tvo vetur, en segist svo
alveg óvart hafa tekið beygju og
byrjað að skrifa handrit á fullu, m.a.
barnaefni. „Það gerist stundum í líf-
inu að maður fer að gera eitthvað
annað en til stóð,“ segir hún en
kveðst hafa haft gaman af. Tilboðið
kom á besta tíma, í miðjum
kórónuveirufaraldri þegar ekkert
var að gerast í leikhúsum.
„Þessi tími hentaði mér mjög vel,
því ég var ekkert að gera,“ segir hún
og bætir við að hún hafi haft algjör-
lega frjálsar hendur með efnisval. Þó
að kirkjunnar fólk hafi óskað eftir
barnaefninu hafi fyrst og fremst ver-
ið lagt upp með að mæta þeim spurn-
ingum og klemmum sem börnin
standa frammi fyrir, frekar en
endursögn á biblíusögum.
Spilað á tilfinningaskalann
Margrét segir að hún hafi eftir
nokkra umhugsun dottið niður á
hjónin Eddu og Abba sem lifa í
skrautlegu koti sínu. Þau eru á óræð-
um aldri, gætu vel verið afi og amma
yngstu áhorfendanna. Þau eiga svo-
nefnda ráðavél og með aðstoð hennar
takast þau á við ýmsar stórar spurn-
ingar sem koma upp í lífinu, eins og
til að mynda hvort við eigum alltaf og
undantekningarlaust að segja satt,
hvernig eigi að takast á við myrk-
fælni, óöryggi og þess háttar hluti
sem börn og eftir atvikum fullorðnir
standa stundum frammi fyrir. „Það
er spilað á allan tilfinningaskalann,
gleði og sorg og margt alvarlegt sem
þarf að takast á við en sprell og gleði
er sjaldnast langt undan,“ segir hún.
Sérstakt þema er í hverjum þætti
og vissulega má finna góðan boðskap
í öllum þáttum. Hjónunum berast
t.d. bréf frá börnum í hverjum þætti
þar sem bornar eru upp spurningar
sem þau leita svara við. Stundum
hafa þau sjálf ekki svörin á reiðum
höndum og þá er aldeilis gott að eiga
ráðavélina góðu. Raunveruleg börn
af Norðurlandi koma fram í vélinni
sem ráðgjafar.
Töluverð tíðindi
Margrét kveðst hlakka til að sjá
þættina í sjónvarpinu, það verði
spennandi að sjá viðtökur áhorfenda,
en þættirnir verða sýndir á N4 ann-
an hvern sunnudag og eins verður
hægt að nálgast þá víðar, m.a. á vef-
síðu stöðvarinnar. Þættirnir voru
teknir upp í Hlöðunni við Litla-Garð
á Akureyri. Eva Björg Harðardóttir
leikmyndahönnuður gerði ævin-
týralega leikmynd sem prýðir þætt-
ina.
Leita svara við
stóru spurningunum
- Fyrsta leikna barnaefnið framleitt utan höfuðborgarsvæðisins
Ljósmynd/Sindri Swan
Ráðagóð Hjónin Edda og Abbi eiga ráðavél sem kemur sér vel því mikið er
um að börn leiti svara hjá þeim við ýmsum stórum spurningum.
2021
MIÐASALAHEFSTÁ
FIMMTUDAGKL. 10!
18.DESEMBERÍHÖLLINNI
FJARÐARKAUPOGGÓA
KYNNA Í SAMVINNU VIÐCOCA-COLA
EYÞÓRINGI · GISSURPÁLL
HÖGNI · JÓHANNAGUÐRÚN
MARGRÉTRÁN · STEFANÍASVAVARS
SVALA · SVERRIRBERGMANN
JÓLASTJARNAN ·SIGURVEGARI Í JÓLALAGAKEPPNI RÁSAR 2
FIT JÓLAGESTIR WWW.JÓLAGESTIR.IS
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 275. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Reykjavíkurfélögin Valur og Fram mætast í úrslita-
leiknum í bikarkeppni karla í dag eftir sigra á Aftureld-
ingu og Stjörnunni í undanúrslitunum í gærkvöld. Leik-
urinn hefst kl. 16 á Ásvöllum í Hafnarfirði en úrslita-
leikurinn í bikarkeppni kvenna milli Fram og KA/Þórs
hefst hinsvegar á sama stað klukkan 13.30. »44
Bæði lið Framara í bikarúrslitunum
ÍÞRÓTTIR MENNING