Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 13
leiðsögumaðurinn leiddi bílstjórann á villigötu. „Urð og grjót,
uppí mót“, svo lítið var annað að gera en að fara út og hugsa
málið, og láta á engu bera. Einhver sagði, „við étum bara hér“ og
hví ekki – hér var alla vega friðsæld og falleg fjallasýn. Að lítilli
stundu liðinni höfðu Strandakonur slegið upp hlaðborði, með
góðgæti frá Jóhannesi í Bónus, og heimabökuðum kleinum.
Með sól í hjarta og mettan maga var haldið áfram norður eftir,
til Viðareyðis. Kominn að jarðgöngunum stoppaði bílstjórinn og
hallaði sér hugsi fram á stýrið. Hvað nú spurði ég – jú sagði hann,
göngin eru 3.40 m. á hæð og það er rútan líka. Nú voru góð ráð
dýr, mjög dýr – hvað var til ráða?. Einhver bjartsýnn stakk upp á
að stinga nefinu á rútuni inn og prufa, við gætum þá alltaf bakk-
að út. Það varð úr, hægt og rólega mjakaðist rútan inn í myrkr ið.
Eina sem heyrðist var urg í loftnetinu þegar það drógst eftir loft-
inu í göngunum, enginn þorði að anda. Bílstjórinn fór hálfur út
um gluggann og kannaði hvort þetta gengi, jú þetta var kannski
mögulegt, við reynum sagði hann og keyrði rólega af stað. Allir
hættu aftur að anda.
Um miðja leið gerðist urgið í loftnetinu ansi hávært, en nú
var of seint að bakka, bara ein leið og það fram til orrustu. Sem
betur fer gleymdi ég að segja að þegar þessi göng voru að baki
11
Ferðafélagar.