Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 14
beið okkur önnur álíka göng, sem voru 3.40 á hæð, eða kannski
lægri. Einhver tók upp á því að syngja, „troddu þér inn í tjaldið
hjá mér“ og svo „fyrr var oft í koti kátt“. Nú gekk allt mikið betur,
andrátturinn í hópnum varð reglulegur og bílstjórinn steig fastar
á pedalann. Eftir einn tíma í myrkri og þrengslum, var gott að
horfa yfir Viðareyði, baðað í sól.
Við gáfum okkur góða stund á Viðareyði, einhver hafð á orði
að hér gæti verið gott að búa. Hugsaði með mér að kannski
voru það göngin sem gerðu það að einhver í hópnum var farinn
að horfa eftir húsi að búa í. Lítið spennandi að láta troða sér í
gegnum tvö fjöll, í myrkri og urgi, og eiga von á að sitja fastur
mitt inni í fjallinu.
En jæja þetta gekk nú allt saman, sungið við rausn á bakaleið-
inni og hent af öllu gaman. Feginn og dasaður hópur steig úr
rútunni við hótelið, seinnipartinn. „allir komu þeir aftur og eng-
inn þeirra dó“ . . .
Sunnudagur: „Kolandi stormur með ælingi og látum“ sagði
þulurinn í útvarpinu, í hádeginu. Planið var að ganga um gamla
bæinn í Þórshöfn, Þinganes. Nú var að sjá hve Strandamenn
sögðu. Jú látum okkur bara hafa það, var niðurstaðan, snúum
þá bara við ef ekki er stætt. Vissi sem var, út frá reynslu gærdags-
ins, að ekki yrði snúið við. Dúðuð lögðum við í „ælingin og
storminn“, og skoðuðum torfþök og gömul hús frá 1700. Vel
veður bar inn fórum við svo á Náttúrugripasafn Færeyja á eftir, að
fá í okkur hita og megi aftur. Um kvöldið var svo etið og sungið
af list, fram til miðnættis.
Mánudagur: Í ferðaplaninu sagði: Farið verður frá hótel-
inu kl. 9.00. Keyrt verður um Streymoy og Eysturoy; Hvalvík,
Saksuna, Eyði, Gjógv, Funning, Elduvík, Oyndarfjörð, Rúnavík
og Tóftir. Við verða svo aftur á hótelinu kl. 18.00. Þetta gat ekki
verið rétt, í kvöld yrði einhver dauðþreyttur. Aumingja fólkið, að
fá svona ákafan leiðsögumann, vonandi gátu þau hvílt sig þegar
þau komu heim, hugsaði ég.
Þegar ég renndi að hótelinu, var allur hópurinn kominn í
rútuna og til í slaginn, mér til mikillar undrunar. Veðrið var
12