Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 15
heldur að lagast, „strjúkur í vindi og sólarglotta av og á, men
turt“, sagði þulurinn í útvarpinu. Vonadi stóð hann við sitt. Við
keyrðum mikið og stoppuðum lítið þennan dag, enda ákaflega
fallegt og gott veður inni í rútuni. Við Gjógv var svo stoppað til
að næra sig. Þar var ein rúta sem við notuðum sem skjól, settu
okkar þvert á hana og svo var bara að slá upp borðum og næra
sig. Annars slagið komu sterkir vindsveipir, svo vissara var að
sitja fast og halda báðum höndum um bolla og brauð – og loka
munninum þar til lægði. Ég sá að flestir í hópnum höfðu upp-
lifað svona lagað áður, ekkert mál þótt blási á Pál.
Þriðjudagur: Ég hafði ætlað mér að fara í siglingu með
hópnum, en það var tvísýnt um þá áætlan. Þokan var svo þykk
að ég átti erfitt með að finna hótelið. Hvað nú? Jú svo var bara
að keyra þangað sem sól var – en hún hafði sést yfir í Vági, um
morguninn – sagði þulurinn í útvarpinu. Það reyndist rétt, sól
og blíða um alla Vágar. Keyrðum um og stoppuðum þar sem
hópurinn vildi rétta úr sér. Nú var veðrið svo gott að hæpið var
að setjast út og eta. Svo úr varð að við lögðum leið okkar á hót-
el Vágar. Þar var hægt að velja um hlaðborð og lúðu. Það leist
mörgum vel á, aðalega lúðuna. Ég pantaði, en eitthvað var lúðan
sein að koma upp úr pottinum. Þegar þjónustustúlkurnar gengu
framhjá var spurt hátt og skýrt um lúðuna – stúlkurnar horfðu
með undrun á spyrjandann og heldu svo leið sína.
13
Tindhólmur og Drangar. Vogey til vinstri.