Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 16
Ég hafði alveg gleymt að vara hópinn við að nota þetta orð
„lúða“ því það gat hæglega misskilist. Ef viðkomandi heyrði ekki
rétt gat hann haldið að viðkomandi vildi fá gleðikonu, (luder),
og það strax. Ákvað að fræða yfirþjónninn um hvað lúða þýddi á
íslensku, til að koma í veg fyrir grófar og safaríkar sögur færu á
kreik, um þennan prúða hóp.
Að lokum var ekið yfir í Kirkjubæ, en fyrst var farið á hót-
elið, að hleypa nokkrum út. Þeir sem höfðu fengið sér lúðu,
voru hvíldar þurfi. Á leiðinni heim frá Kirkjubær var ég spurður
hvaða orð Færeyingar notuðu um gamlar lúður – hvort það
gæti verið „Brosma“. Jú örugglega rétt, stamaði ég og horfði út
um gluggann. En of seint, ein af konunum hafði heyrt hvað var
spurt um og var fljót að spyrja upp aftur „af hverju viltu vita það
vinur“ – svo var hlegið, og hent af öllu gaman.
Daginn eftir fór hópurinn heim. Þetta höfðu verið skemmti-
legir dagar. Vonandi verð ég aftur svo heppinn, einhvertíman, að
ferðast með fjallhressum Strandamönnum.
Kær kveðja
Bessi Bjarnason
Norðurhædd 34
600 Saltangará
Færeyjum
Miðvikudaginn 6. júlí var komið að heimferð tæma varð hótel-
ið kl. 11 fyrir hádegi svo við komum bara dótinu okkar í rútuna,
svo var farið niður í bæ og allir áttu frjálsan tíma til kl. 15. Bessi
var kvaddur og honum þakkað fyrir frábæra fararstjórn og öll
hans liðleg heit við okkur. Þá var bara að koma sér um borð,
svo nú voru Færeyjar kvaddar, þetta hafði verið mjög skemmti-
legur tími, svo var bara að skemmta sér í skipinu á leiðinni heim.
Með okkur í þessari ferð voru harmonikku unnendur sem buðu
okkur á ball úti í Færeyjum og var það mjög gaman og spiluðu
þeir líka um borð í skipinu svo það var mikið dansað og sungið.
Komið var til Seyðisfjarðar um kl. 6 að morgni þann 7. júlí. Þá
var bara að komast í land og halda af stað heim á leið því við
ætluðum að keyra alla leið heim sem og við gerðum. Stoppað
14