Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 21
sætir furðu hve afkastamikill hann var á þessu sviði. Eftir hann
liggja nokkrar bækur m.a. Æfisaga Eyjasels-Móra 1962, Úr syrpu
Hall dórs Pjeturssonar 1965, Kreppan og hernámsárin 1968,
Bjarna-Dísa og Móri 1977 og fleiri bækur. Auk þess skrifaði hann
mikinn fjölda blaða- og tímaritsgreina. Halldór kvæntist 1932
Svövu Jónsdóttur, f. 1909, frá Geitavík á Borgarfirði eystra. Hall-
dór andaðist 6. júní 1989.
I
Yst á fornum frægðarströndum,
fyrnast landnám senn.
Alltaf koma á öldu hverri,
aðrir landnámsmenn.
Menn sem hafa mátt og getu,
að magna fólksins hug;
menn sem lyfta von og vilja
á veruleikans flug.
II
Tíminn heimtar átök áfram,
aldrei deyfð né hik.
Framtök stór og fleiri sigrar,
fylgi sama strik.
Þeir sem hefja lönd og lýði,
leiða villu á bug,
eiga sína ævisögu,
ofna í þjóðarhug.
III
Tíminn heimtar tækni og leikni,
tífalt meira afl.
Hér þarf andans ofurmenni,
að etja við hann tafl.
Allt það sem telst einskis virði,
út skal hent á bál.
Menn þá verða af verki sínu,
vitni um þjóðarsál.
19