Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 27

Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 27
son og lýsti Jón Melsteð föður að honum gekkst hann vel við því. Kom það þá upp að Jón hafði um morguninn þegar þeir gistu í Drangavík risið snemma úr rekkju, gengið fram og út til að kasta af sér vatni. En þegar hann hafði lokið þeirri athöfn varð hann þess var að Gudda var líka á fótum og var að kveikja upp eldinn í hlóðunum í eldhúsinu. Hafði Jón þá skotist til Guddu og þar með staðið við heitstrengingu sína með þeim afleiðingum sem fyrr er frá sagt. Þessi sonur Jóns og Guddu var skírður Benjamín Guðmundur. Hann var hálfgerður fáviti. Örlyndur var hann, talaði mikið og lá hátt rómur. Man ég Bensa, eins og hann var kallaður, vel. Kom hann nokkuð oft í Norðurfjörð til Ólafs og Soffíu móðursystur minnar. Var þá oft æsingur í Bensa, einkum út af kvennamálum. Höfðu margir gaman að ýta undir það með honum. En Ólafur í Norðurfirði talaði við Bensa eins og maður við mann og lét hann ekki finna annað en hann væri venjulegur maður. Komu tilsvör Bensa oft kynlega fyrir og var hlegið að. Einhverju sinni bar það við að Ólafur ræddi við Bensa og barst einhver Guðmundur í tal. Segir þá Bensi: „Já, það er fáheyrt nafn Guðmundur.“ Öðru sinni ræddu þeir um eitthvert efni sem var þungt í sér. Sagði þá Bensi: „Það er ekki þyngra en saltið.“ Hann hafði þá verið í saltburði á Gjögri. Bensi ólst upp á sveit. Hann mun sennilega hafa fylgt föður sínum vestur en svo sendur heim á sína sveit. Dreg ég það af því að hann talaði um veru sína í Arnardal hjá Valdimar hálfbróður sínum. Var honum heldur kalt til Valdimars og bar honum slæmt orð. Sagði hann hafa barið sig. Var hann þá staddur hjá Ólafi í Norðurfirði er þetta barst í tal. Ólafur vildi bera í bætifláka fyrir Valdimar. Varð Bensi þá æfur og sagði: „Mér er sama hvað þú segir um það hann hefur mætt mig og ég hann. Og er ekki búinn að gleyma því enn þegar hann beygði kastarholuskaftið á bakinu á mér.“ Bensi var á ýmsum stöðum. Þótti ekki gott að hýsa hann vegna rosta hans og annarra tiltækja. Hann var með kolgrænar geitur á höfði og gerði það hann ekki fýsilegri til að hýsa hann. Það sem ég man fyrst eftir honum þá var hann hjá Pétri Jónssyni á Gjögri og bústýru hans, Guðrúnu Þorsteinsdóttur Sigurðssonar frá Litlu-Ávík. Hjá þeim mun hann hafa verið 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.