Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 28
lengst. Guðmundur Pétursson í Ófeigsfirði tók hann til sín ein-
hvern tíma. Hann læknaði Bensa af geitunum. Lækning hans var
í því fólgin að hann bar heita hrátjöru í lepp úr einhverju taui
og setti á höfuðið svo náði niður fyrir hársrætur. Lét hann tjöru-
leppinn sitja einhvern tíma á höfðinu áður en hann var tekinn
af. Við það hvarf geitin sem er sveppur sem tekur sér bólfestu á
höfði manna. Fengu menn beran skalla af þessum sökum. Ef
náðist að lækna geitarsjúkling áður en þessi húðsjúkdómur var
kominn á hátt stig fengu þeir sem þessa lækningu var beitt við
mikið og fallegt hár. En oft voru þó berir blettir eftir í hársverð-
inum. Beitti Guðmundur þessari aðferð við marga og þótti takast
vel. Margir liðu mikið fyrir þennan sjúkdóm og reyndu að fela
hann eftir getu. Voru þeir litnir hornauga og haft horn í síðu
þeirra og þeim brugðið um að þeir væru með geitur. Það var því
mörgum léttir þegar Gunnlaugur Claessen tók að lækna sjúk-
dóminn með geislalækningum.
Bensi var lágur vexti en þrekinn og saman rekinn, kubbs-
legur og vaggaði í göngulagi. Lítið var hægt að láta hann vinna
að ég held. Hann hafði varla vitsmuni til þess. Hann var radd-
sterkur og lá hátt rómur. Hann hélt hrókasamræður með mikl-
um æsingi, hávaða og handapati. Ræðuefnið var oftast einhver
vitleysa sem gárungarnir komu inn hjá honum. Tútnaði hann þá
í framan og var mikið niðri fyrir. Oftast mun þetta hafa verið út
af ímynduðum kvennamálum sem einhver hafði komið inn hjá
honum. Man ég þegar hann kom eitt sinn í Norðurfjörð að tal
hans beindist sérstaklega að Klöru, dóttur Lilju konu Hjálmars
á Gjögri. Klara, held ég, hafi síðar farið til Ameríku. Taldi Bensi
sig vera harðtrúlofaður henni sem var auðvitað enginn fótur
fyrir. Torfi Guðmundsson var þá við verslunarstörf hjá föður sín-
um, Guðmundi Péturssyni, á Norðurfirði. Hann hafði gaman að
ýta undir Bensa með þetta. Þá fengust í búðinni styttubönd sem
konur höfðu til að halda uppi pilsum sínum á ferðalögum. Þetta
voru teygjubönd, tvöföld fest saman með höftum. Stór hnesla
var á öðrum enda bandsins en hinu megin tréþollur rendur sem
smokkaður var í hnesluna. Eitt svona band gaf Torfi Bensa og
sagði honum að þetta væri hjónaband. Var Bensi mikið hrifinn
af þessu ágætishjónabandi og hugði gott til að koma því á Klöru.
26