Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 28

Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 28
lengst. Guðmundur Pétursson í Ófeigsfirði tók hann til sín ein- hvern tíma. Hann læknaði Bensa af geitunum. Lækning hans var í því fólgin að hann bar heita hrátjöru í lepp úr einhverju taui og setti á höfuðið svo náði niður fyrir hársrætur. Lét hann tjöru- leppinn sitja einhvern tíma á höfðinu áður en hann var tekinn af. Við það hvarf geitin sem er sveppur sem tekur sér bólfestu á höfði manna. Fengu menn beran skalla af þessum sökum. Ef náðist að lækna geitarsjúkling áður en þessi húðsjúkdómur var kominn á hátt stig fengu þeir sem þessa lækningu var beitt við mikið og fallegt hár. En oft voru þó berir blettir eftir í hársverð- inum. Beitti Guðmundur þessari aðferð við marga og þótti takast vel. Margir liðu mikið fyrir þennan sjúkdóm og reyndu að fela hann eftir getu. Voru þeir litnir hornauga og haft horn í síðu þeirra og þeim brugðið um að þeir væru með geitur. Það var því mörgum léttir þegar Gunnlaugur Claessen tók að lækna sjúk- dóminn með geislalækningum. Bensi var lágur vexti en þrekinn og saman rekinn, kubbs- legur og vaggaði í göngulagi. Lítið var hægt að láta hann vinna að ég held. Hann hafði varla vitsmuni til þess. Hann var radd- sterkur og lá hátt rómur. Hann hélt hrókasamræður með mikl- um æsingi, hávaða og handapati. Ræðuefnið var oftast einhver vitleysa sem gárungarnir komu inn hjá honum. Tútnaði hann þá í framan og var mikið niðri fyrir. Oftast mun þetta hafa verið út af ímynduðum kvennamálum sem einhver hafði komið inn hjá honum. Man ég þegar hann kom eitt sinn í Norðurfjörð að tal hans beindist sérstaklega að Klöru, dóttur Lilju konu Hjálmars á Gjögri. Klara, held ég, hafi síðar farið til Ameríku. Taldi Bensi sig vera harðtrúlofaður henni sem var auðvitað enginn fótur fyrir. Torfi Guðmundsson var þá við verslunarstörf hjá föður sín- um, Guðmundi Péturssyni, á Norðurfirði. Hann hafði gaman að ýta undir Bensa með þetta. Þá fengust í búðinni styttubönd sem konur höfðu til að halda uppi pilsum sínum á ferðalögum. Þetta voru teygjubönd, tvöföld fest saman með höftum. Stór hnesla var á öðrum enda bandsins en hinu megin tréþollur rendur sem smokkaður var í hnesluna. Eitt svona band gaf Torfi Bensa og sagði honum að þetta væri hjónaband. Var Bensi mikið hrifinn af þessu ágætishjónabandi og hugði gott til að koma því á Klöru. 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.