Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 30
fyrirhöfn varð í sambandi við þessa jarðarför. Fyrst er að telja að
Þorbergur Samúelsson fór frá Drangavík að Finnbogastöðum
og svo norður í Skjaldabjarnarvík. Erindi hans hefur örugg-
lega verið að tilkynna oddvitanum um andlát Benjamíns og svo
til Skjaldabjarnarvíkur til að láta vita hvaða ráðstafanir oddviti
hafi í huga varðandi flutning á líkinu á kirkjustað og einnig
um útförina. Árneshreppur greiðir Þorbergi 19 krónur fyrir
ferðina. Þá eru fjórir menn ráðnir til að sækja líkið norður í
Skjaldabjarnarvík. En þeir voru: Guðlaugur Jónsson Steinstúni,
Jón Björnsson Norðurfirði, Þórólfur Jónsson Litlu-Ávík og Elías
Guðmundsson Bæ. Hverjum og einum eru greiddar 21 króna
fyrir ferðina. Elías í Bæ leggur til bátinn og fær fyrir 10 kr. Trúlega
hafa þeir haft kistuna með sér norður. Njáll Guðmundsson
Njálsstöðum smíðaði hana og fær fyrir kr. 83,25. Efni í kistuna
hefur trúlega verið keypt í versluninni á Norðurfirði. Fyrir það
er greitt kr. 48,25. Fjórum mönnum, þeim Guðmundi Guð -
munds syni Finnbogastöðum, Elíasi Guð munds syni Bæ, Finn-
boga Guðmundssyni Finnbogastöðum og Sveini Guð munds syni
Árnesi er greitt fyrir vinnu við jarðaförina kr. 3 eða 12 kr. sam-
tals. Loks er prestinum, séra Sveini Guðmundssyni, greiddur
líksöngseyrir kr. 8,76. Samtals hefur Árneshreppur greitt vegna
útfara Benjamíns Jónssonar kr. 265,26.
Þann 20.október árið 1920 fer fram uppboð á eftirlátandi
eigum Benjamíns sáluga. Það sem hann lætur eftir sig eru ein-
ungis föt. Hafi uppboðið verið í Skjaldabjarnarvík þá fer ekki
hjá því að maður verði nokkuð undrandi á hvað menn hafa lagt
á sig langt ferðalag til að geta keypt þessar flíkur. En fyrir þessi
föt fengust kr. 29,05 svo lítið hefur það dregið uppi útfararkostn-
aðinn.
Guðmundur G. Jónsson
28