Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 32
Benedikt Grímsson:
Grein sem birtist í Hlín,
ársriti íslenskra kvenna,
43. árgangi árið 1961.
Strandasýsla
Erindi flutt á fundi Sambands norðlenskra kvenna 13. júní 1958 að
Sævangi í Strandasýslu af Benedikt Grímssyni, hreppsstjóra á Kirkju-
bóli.
Góðu fundarkonur!
Jeg hef verið beðinn að segja hjer nokkur orð um Strandasýslu:
Búnaðar- og verslunarhætti, alþýðumentun og önnur menning-
armál, sem á dagskrá voru fyrir og um aldamótin. Og verður
stiklað á stóru.
Nokkrar jarðir í Standasýslu bera nafn landnámsmanna.
Firðina, nokkru fyrir sunnan Dranga í Árneshreppi námu þrír
bræður: Eyvindur nam Eyvindarfjörð, Ófeigur Ófeigsfjörð og
Ingólfur Ingólfsfjörð. Þeir voru synir Herrauðar hvítaskýs, göf-
ugs manns, sem Haraldur hárfagri ljet drepa, og fóru þá synir
hans til Íslands.
Frá Ingólfsfirði til Ófæru, sunnanvert við miðja Veiðileysu,
nam Eiríkur snara alt land. Á því svæði er Trjekyllisvík og
Reykjarfjörður, og bjó Eiríkur í Trjekyllisvík.
Ströndina frá Ófæru til Kleifa nam Önundur trjefótur
Ófeigsson burlufóts. Þar eru víkur þrjár: Byrgisvík, Kolbeinsvík
og Kaldbaksvík. Önundur bjó í Kaldbaksvík og var hann fræg-
30