Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 35

Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 35
Framan af vertíðinni var róið stutt, og tók túrinn, eins og svo var kallað, tvo til þrjá sólarhringa, og bæði lýsi og hákarl hirtur. Þegar kom fram á Góu, voru farnar lengri ferðir, ef tíð var góð, og búið sig út með vikunesti. Þeir róðrar voru nefndir „skurð- arróðrar“. Þeir voru nefndir svo vegna þess, að þá var lifrin aðeins hirt, en skrokknum kastað. Á síðari árum voru menn farnir að hafa með sjer eldfæri í leguferðir. Var það stór pottur sem eldur var kveiktur í, og var það mjög til bóta. Ekki ber mönnum saman um, hvað mörg hákarlaskip hafi gengið frá Gjögri síðari hluta 19. aldar. Telja sumir að þau hafi verið um tuttugu. Hákarlinn var lagður til heimilanna, og gekk einnig kaupum og sölum manna á milli. Það lætur að líkum, að allur sá fjöldi ungra og tápmikilla manna, sem stunduðu róðra frá Gjögri, hafi ekki unað algeru iðjuleysi í landlegum, sem stundum voru alllangar. Til skemtunar innivið voru einkum lesnar sögur og kveðnar rímur. Af útiskemtunum voru einkum glímur, ungir menn fóru í eina bröndótta. Margir voru hagleiksmenn, einkum á trje, og efniviður var nærtækur. Mest smíðuðu menn ýmis búsáhöld til heimilanna, svo sem trog, fötur, dalla og sái. Ennfremur orf, hrífur, hrip og klifbera, svo nokkuð sé nefnt. Stundum gerðu menn sjer glaðan dag. Á þeim tíma fjekst alstaðar brennivín í verslunum, og kostaði potturinn 25 aura. Nú eru hákarlaveiðar lagðar niður á Gjögri fyrir nærfelt 60–70 árum. – Eitt skip frá þessum tíma er til í sýslunni, „Ófeigur“ í Ófeigsfirði, sem er teinæringur. Hann er að vísu ekki sjófær, en raddir eru uppi um það, að hann þurfi að geyma og varðveita. Væri hann vissulega virðulegur gripur í bygðasafni. („Ófeigur“ er þegar kominn yfir flóann, að Reykjum í Hrútafirði. Þar er verið að byggja yfir hann.) Alt fram til 1950 hefur meira og minna verið róið til fiskjar frá sveitabýlum hjer í Steingrímsfirði sjerstaklega á haustum, en sú starfsemi er nú alveg hætt. Útgerðin er nær eingöngu frá þorp- unum. Þá skal að nokkru getið um verslunarhætti í Strandasýslu fyr á tímum. Þar til um miðja 19. öld höfðu aðeins tvær verslanir 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.