Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 37
einkum vegna þess að á Hólmavík myndi öllu tryggari höfn.
Árið 1890 var Hólmavík loks löggilt sem verslunarstaður. Hafði
þá lausakaupmenska staðið í Skeljavík um fjóra tugi ára með
litlum breytingum. Haustið 1895 var mæld út verslunarlóð í
Hólmavík.
Hefði þau atvik ekki legið til, að skip Christensens, sem fórst á
Húnaflóa með efnivið í verlsunarhús á Skeljavík, væri verslunar-
staður við Steingrímsfjörð sennilega á Skeljavíkurgrundum, en
ekki í Hólmavík eins og nú er.
Nokkru fyrir aldamótin fór svo að koma hreyfing um stofnun
kaupfjelags. Nokkrir bændur í Kirkjubólshreppi og ná grenni
komu saman að Heydalsá 29. des. 1898 og stofnuðu Versl-
un ar fjelag Steingrímsfjarðar. Fyrstu stjórn skipa: Guðjón Guð-
laugs son, bóndi á Ljúfustöðum í Fellshreppi, síðar alþingismað-
ur Strandamanna og fyrsti kaupfjelagsstjóri fjelagsins, Björn
Halldórsson, bóndi, Smáhömrum, varaformaður og Guð mund ur
Bárðarson, bóndi, Kollafjarðarnesi, meðstjórnandi. End ur skoð-
endur: síra Arnór Árnason, Felli og Grímur Ormsson, búsettur
hjer í sveit. Stjórnin annaðist fyrstu árin rekstur fjelagsins.
Með stofnun Verslunarfjelags Steingrímsfjarðar bötnuðu mjög
verslunarhættir hjer við Steingrímsfjörð.
Þá skal að nokkru getið um baráttu manna fyrir aukinni alþýðu-
mentun nokkru fyrir aldamótin og stofnun Heydalsárskóla hjer í
hreppi. Hann á sjer merka sögu, og segir þar frá framsýni, áhuga
og dugnaði fyrirrennara okkar á alþýðumentun. Mun Hey dals-
árskólinn vera fyrsti heimavistarskóli unglinga í sveit hjer á landi.
Tildrög stofnunar hans má rekja til hins merka Kolla búðar-
fundar í Barðastrandarsýslu, sem haldinn var árið 1891. Fund
þennan sóttu ýmsir merkir menn og þjóðkunnir úr þremur
Vestfjarðasýslum: Barðastrandar-, Ísafjarðar- og Strandasýslum,
þ.e. hinu forna Þorskafjarðarþingi. Úr Strandasýslu mættu
með al annara Arnór Árnason, prestur að Felli í Kollafirði,
Guð jón Guðlaugsson, bóndi að Ljúfustöðum, síðar þingmaður
Strandamanna, eins og fyr segir, og Ásgeir Sigurðsson, bóndi
að Heydalsá í Kirkjubólshreppi. Á fundinum var einkum rætt
um stjórnmál, enda var hann undirbúningsfundur væntanlegs
Þingvallafundar þá um sumarið og næsta Alþingis. Auk stjórn-
35