Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 48
raflýsti bátur hérlendis. Afköst rafalans við 1.280 snúninga á
mínútu voru 3 kW við 110/150 V spennu. Rafstöðvarhúsið var
steinsteypt, 4 x 6 m að flatarmáli, og stóð í miðju þorpinu. Þar
voru rafgeymar af Tudorgerð. Frá húsinu var rafmagninu veitt
með 9 mm² eirvírum sem lagðir voru á rekaviðarstaura. Stöðin
var vígð vorið 1920. Þá vildi svo illa til að aflvélin bræddi úr sér.
Gert var við vélina en hún reyndist enn vera gallagripur og var
hent eftir stuttan tíma. Í staðinn var keypt Bolinder dísilvél, ein-
strokka með glóðarhaus. Sú vél var notuð til ársins 1924. Þá var
önnur Bolindervél keypt, einnig einstrokka með glóðarhaus.
Hún var 6–7 hö, 900 snúningar á mínútu. Eldri vélin var notuð
sem varaafl. Við þennan vélakost bjó rafveitan fram til ársins
1943. Talið er að kostnaðurinn við að koma rafstöðinni upp á
árunum 1919–1920 hafi verið um 2.000 kr.
Stærstu hluthafar í Rafveitufélagi Hólmavíkur voru Riis verzl-
un og Verzlunarfélag Steingrímsfjarðar með 12 og 10 hluti hvor,
Kristinn Benediktsson kaupmaður og Karl G. Magnússon héraðs-
læknir áttu 6 hluti hvor, Hjalti Steingrímsson símstöðvar stjóri,
Tóm as Brandsson verslunarmaður, Jón Finnsson verslunar stjóri,
Hjálmar Halldórsson rafvirki, Björn Björnsson og Guðjón Jóns-
son áttu 5 hluti hver, en aðrir áttu færri hluti. Alls voru hlutirnir
75.
Þorkell Sigurðsson úrsmiður var fyrsti stöðvarstjórinn og
gegndi því starfi í 3–4 ár. Árni Eyþór Jónsson trésmiður tók við
af honum og gegndi starfinu fram yfir 1930. Síðan gegndu þeir
Tómas Brandsson, Guðmundur Sigurðsson og Hjálmar Hall dórs-
son starfinu í nokkur ár hver. Raforkuverð var breytilegt ár frá
ári og fór þetta eftir rekstrarafkomu. Árið 1930 voru 193 lampa-
stæði tengd við rafveituna en árið 1935 voru þau orðin 560. Þá
var innanbæjarkerfið 623 m langt og mesta fjarlægð frá rafstöð
180 m. Spennufall var um 6 volt. Götulýsing var engin en útilukt-
ir voru við mörg hús.
Hjalti Steingrímsson var framkvæmdastjóri rafveitunnar meg -
in hluta tímabilsins frá stofnun hennar og fram um 1930. Hjálm-
ar Halldórsson rafvirkjameistari tók við af honum og gegndi
starfinu til ársins 1943. Þá var Rafveitufélaginu slitið og hrepp-
urinn tók við rekstri rafveitunnar. Hreppsnefndin gerði þetta ár
46