Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 51
staða fyrir frystihúsið, einstrokka, 110 snúningar á mínútu. Vélin
reimdró 9,5 kW riðstraumsrafala auk frystivélarinnar, 3 x 220 V,
sem raflýsti frystihúsið. Það tók til starfa árið 1942.
Rafljósin í frystihúsinu vöktu áhuga á að rafvæða þorpið.
Stjórn frystihússins varð við óskum íbúanna og keypti dísilvél
til raforkuvinnslu fyrir það. Þetta var vél af Internationalgerð,
40 hö, 10,5 kW, 3 x 220 V. Hjálmar Halldórsson, rafvirkjameist-
ari á Hólmavík, var fenginn til að leggja dreifikerfi um þorpið
og raflagnir í húsin. Dreifikerfið var um 900 m langt, reist á 31
rekaviðarstaur, og voru vírar 6–10 mm². Vélasamstæðan var tekin
í notkun haustið 1943. Fyrst fékk símstöðin rafmagn og síðan
hvert húsið af öðru. Skólahús var byggt á Drangsnesi á árinu
1944 og var rafstöðin höfð í gangi allan sólarhringinn upp frá
því. Kynditæki skólans voru rafknúin.
Frystihúsið var endurbætt verulega á árinu 1949. Þá var fengin
Lister dísilvélasamstæða frá Hólmavík, 30 kW, 3 x 220 V, 50 rið.
Guðmundur Guðbjartsson var vélstjóri hraðfrystihússins og raf-
veitunnar fyrsta starfsár hennar og síðan þeir Eyjólfur Bjarnason
1943–1945, Jens Sæmundsson 1945–1949 og loks Hugi Falur
Jónsson. Verzlunarfélagið seldi allar eignir sínar á Drangsnesi á
árinu 1952, meðal annars þrjár dísilvélar, 100, 80 og 50 hö. Björg
sf. keypti hraðfrystihúsið og hélt áfram rekstri rafveitunnar. Þá
voru 40 íbúðarhús í kauptúninu og fengu 33 þeirra rafmagn frá
rafveitunni. Sveifarás Listervélarinnar brotnaði í janúarmánuði
49
Drangsnes 1960. Ljósm. Tryggvi Samúelsson.