Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 56
var notuð árum saman í 1–1½ mánuð á ári þegar unnið var úr
rekaviði.
Vélakostur var aukinn eftir þörfum meðan hún starfaði og
komst aflið upp í 635 kW. Auk Caterpillar samstæðunnar og
vatns hverfilsins sem var af Pelton gerð voru settar upp tvær
All ende dísilvélasamstæður, 355 hö, 244 kW og ein Petters dísil-
vélasamstæða, 125 hö, 80 kW. Þeir Hafliði Gíslason rafvirki og
Pétur Vermundarson vélstjóri unnu að uppsetningu fyrstu vél-
anna. Hafliði annaðist lögn dreifikerfis og húslagna sum arið
1943. Kerfið miðaðist eingöngu við rafmagnsnotkun til ljósa
og því var allt dreifikerfi utanhúss 6 mm² vír. Þórður Run-
ólfsson tæknifræðingur teiknaði verksmiðjuna, valdi vélakost
henn ar, hafði umsjón með uppsetningu véla og var verksmiðju-
stjóri fyrsta starfsárið 1944. Síðar voru þeir Jafet Hjartarson og
Guðfinnur Þorbjörnsson verksmiðjustjórar. Af vélstjórum í verk-
smiðju má nefna Pétur Vermundarson, Þorlák Ebenezersson og
Pétur Sveinsson.
Þorpið fékk ókeypis rafmagn frá verksmiðjunni þegar hún var
starfrækt en þess á milli frá vatnsaflsstöðinni.
Þverárvirkjun
Þverá í Steingrímsfirði rennur úr Þiðriksvallavatni sem er í
um 73 m hæð yfir sjávarmáli. Vatnið er 1,55 km² að flatarmáli
og vatnasvið þess er um 30 km². Þverá er að verulegu leyti dragá
en Þiðriksvallavatn jafnar rennsli hennar nokkuð. Meðalrennsli
Þverár er talið vera 1,3 m²/sek, minnsta rennsli 0,29 og mesta
rennsli 12,5 m²/sek.
Þverá var talin álitlegasta vatnsfallið til virkjunar í nágrenni
Hólmavíkur. Fyrstu athuganir á virkjunarskilyrðum í ánni gerði
Árni Pálsson verkfræðingur á árunum 1937–1938. Þá var raf-
stöðin á Hólmavík orðin gömul og úrelt og því talið nauðsynlegt
að leita nýrra leiða til lausnar á raforkuþörf kauptúnsins. Árni
gerði í áætlun sinni ráð fyrir að stöðvarhús og stífla yrði reist á
sömu stöðum og síðar varð. Hann lagði til að árósinn yrði stífl-
aður með yfirfallsstíflu en þaðan yrði vatnið flutt með 700 m
54