Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 58
á fé. Ætla verður að ráðið hafi ekki beitt sér mjög gegn virkj-
un Þverár. Hermann Jónasson, þm. Strandasýslu, sat í ráðinu
1947–1950 og hefur vafalaust greitt fyrir virkjunaráformum í
Þverá eftir bestu getu.6
Rafmagnsveitum ríkisins var falið að annast mannvirkjagerð
við virkjunina snemma árs 1951. Ákveðið var að virkja fyrst 500
kW. Þrýstivatnspípan skyldi aftur á móti miðuð við 1.000 kW
virkjun enda þyrfti þá aðeins að stækka stöðvarhúsið og bæta við
annarri vélasamstæðu ef nauðsynlegt reyndist að stækka virkj-
unina. Þeir Jakob Gíslason raforkumálastjóri og Eiríkur Briem,
rafmagnsveitustjóri ríkisins, höfðu yfirumsjón með virkjunar-
rannsóknum og Eiríkur ákvað tegund og gerð véla og tækja.
Árið 1951 var Sigurður S. Thoroddsen verkfræðingur ráðinn
sem tæknilegur ráðunautur um byggingu orkuversins. Það ár
var allt erlent efni pantað, vélar, rafbúnaður og efni í þrýsti-
vatnspípuna. Einnig var lagður vegur um virkjunarsvæðið, byggð
brú á ána og búið í haginn fyrir virkjunarframkvæmdirnar. Um
haustið var síðan sprengdur 200 m langur skurður í haftið þar
sem stíflugarðurinn átti að koma. Almenna byggingarfélagið í
Reykjavík annaðist það verk.
Rafmagnsveitur ríkisins tóku við verkinu vorið 1952. Þá um
sum arið var unnið við stífluna, pípustæðið og stöðvarhúsið. Lok-
ið var við að steypa húsið upp þetta sumar og næsta vetur var
unn ið við innréttingar. Sumarið 1953 var lokið við stíflumann-
virkin og þrýstivatnspípuna og um haustið var gengið frá vírum
í stöðvarhúsi og háspennulínu til Hólmavíkur. Virkjunin tók til
starfa hinn 15. desember 1953 og hún var síðan vígð við hátíð-
lega athöfn 4. september 1954. Bárður Daníelsson verkfræðing-
ur hafði eftirlit með mannvirkjagerð tvö fyrstu árin og síðan
Loft ur Þorsteinsson verkfræðingur. Kristján G. Guðmundsson
húsa smíðameistari tók að sér smíði á stíflu, stöðvarhúsi og að
setja þrýstivatnspípu saman, Jóhann Indriðason verkfræðingur
sá um frágang véla og rafbúnaðar og hafði Hákon Pálsson, síðar
stöðvarstjóra Gönguskarðsárvirkjunar, sér til aðstoðar.
56
6 Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð Íslands (Rvík 1969) II, bls. 849–856. Lárus
H. Blöndal, Ólafur F. Hjartar, Halldór Kristjánsson, Jóhannes Halldórsson:
Alþingismannatal (Rvík 1978), bls. 184.