Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 58

Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 58
á fé. Ætla verður að ráðið hafi ekki beitt sér mjög gegn virkj- un Þverár. Hermann Jónasson, þm. Strandasýslu, sat í ráðinu 1947–1950 og hefur vafalaust greitt fyrir virkjunaráformum í Þverá eftir bestu getu.6 Rafmagnsveitum ríkisins var falið að annast mannvirkjagerð við virkjunina snemma árs 1951. Ákveðið var að virkja fyrst 500 kW. Þrýstivatnspípan skyldi aftur á móti miðuð við 1.000 kW virkjun enda þyrfti þá aðeins að stækka stöðvarhúsið og bæta við annarri vélasamstæðu ef nauðsynlegt reyndist að stækka virkj- unina. Þeir Jakob Gíslason raforkumálastjóri og Eiríkur Briem, rafmagnsveitustjóri ríkisins, höfðu yfirumsjón með virkjunar- rannsóknum og Eiríkur ákvað tegund og gerð véla og tækja. Árið 1951 var Sigurður S. Thoroddsen verkfræðingur ráðinn sem tæknilegur ráðunautur um byggingu orkuversins. Það ár var allt erlent efni pantað, vélar, rafbúnaður og efni í þrýsti- vatnspípuna. Einnig var lagður vegur um virkjunarsvæðið, byggð brú á ána og búið í haginn fyrir virkjunarframkvæmdirnar. Um haustið var síðan sprengdur 200 m langur skurður í haftið þar sem stíflugarðurinn átti að koma. Almenna byggingarfélagið í Reykjavík annaðist það verk. Rafmagnsveitur ríkisins tóku við verkinu vorið 1952. Þá um sum arið var unnið við stífluna, pípustæðið og stöðvarhúsið. Lok- ið var við að steypa húsið upp þetta sumar og næsta vetur var unn ið við innréttingar. Sumarið 1953 var lokið við stíflumann- virkin og þrýstivatnspípuna og um haustið var gengið frá vírum í stöðvarhúsi og háspennulínu til Hólmavíkur. Virkjunin tók til starfa hinn 15. desember 1953 og hún var síðan vígð við hátíð- lega athöfn 4. september 1954. Bárður Daníelsson verkfræðing- ur hafði eftirlit með mannvirkjagerð tvö fyrstu árin og síðan Loft ur Þorsteinsson verkfræðingur. Kristján G. Guðmundsson húsa smíðameistari tók að sér smíði á stíflu, stöðvarhúsi og að setja þrýstivatnspípu saman, Jóhann Indriðason verkfræðingur sá um frágang véla og rafbúnaðar og hafði Hákon Pálsson, síðar stöðvarstjóra Gönguskarðsárvirkjunar, sér til aðstoðar. 56 6 Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð Íslands (Rvík 1969) II, bls. 849–856. Lárus H. Blöndal, Ólafur F. Hjartar, Halldór Kristjánsson, Jóhannes Halldórsson: Alþingismannatal (Rvík 1978), bls. 184.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.