Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 64
Halldór Hjartarson:
Endur-
minningar
um skíðamót
Það var árið 1939 sem fenginn
var skíðakennari frá Ísafirði Gísli
Kristjánsson að nafni, til að kenna á skíði hér í Bjarnafirði. Það var
íþrótta- og sundfélagið Grettir sem hafði veg og vanda að þessu
framtaki. Fremstir í flokki voru ungir menn: Jón Bjarnason frá
Skraði, Ingimundur og Arngrímur Ingimundarsynir frá Svanshóli,
Jóhann Jónsson frá Kaldrananesi, Jóhann Kristmundsson frá
Goðdal og fleiri kappar. Veturinn 1940 var aftur leitað eftir
skíða kennara, kom þá bróðir Gísla, Magnús Kristjánsson til að
leið beina okkur í framhaldi af því sem Gísli var búinn að kenna
áður. Þeir bræður Gísli og Magnús voru þá með þeim bestu
skíða mönnum á landinu. Magnús kom eftir áramót þegar dag
tók að lengja svo um munaði og hófst þá kennsla.
Mig langaði mikið til að vera með, en skíði átti ég ekki. En það
rættist úr því. Faðir minn bað Jón Sigurðsson bónda á Bjarnanesi,
mikill hagleiksmann, að smíða skíði fyrir strákinn, þau voru búin
til úr rekaviði, völdu efni. Sonur Jóns, Magnús útbjó tábjörg á
skíðin svo hægt væri að stínga fótum í. Svo var haldið af stað með
hrífuskaft til að styðja sig við og haldið á skíðanámskeið í
Svanshólshlíð. Ekki gekk mér vel, snjór vildi festast undir skíð-
62
Halldór Hjartarson keppti á
Skíðalandsmótum 1949, 1950
og 1951, á Kol v iðarhóli, Siglu-
firði og Ísafirði.