Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 70
daga hefur drifið. Þessi mikli áhugi á íþróttum sem var hjá ungu
fólki á þessum tímum var ekki síst að þakka gullaldarmönnum
í frjálsum íþróttum uppúr 1940 og knattspyrnufélögunum í
Reykjavík og Ungmannafélagi Íslands (hraust sál í hraustum
líkama). Það er þess virði að fara aftur í tímann og rifja áhuga
frumkvöðlanna sem stóðu að því að drífa upp félag áhuga manna
á íþróttum. Bjarnfirðingar létu ekki á sér standa að leggja hönd á
plóginn, hafist var handa að byggja 25 metra sundlaug að Klúku
í Bjarnafirði. Þar lögðu margir hönd að verki, nógur var vatnshit-
inn sem streymir upp úr jörðinni og var margt handtakið unnið í
sjálfboðavinnu. Ég man að fenginn var Guðmundur Guðjónsson
verkfræðingur og framkvæmdastjóri frá Djúpuvík til að staðsetja
sundlaugina. Hann var fósturfaðir Maríu fegurðardrottingar sem
við Strandamenn höfum eignað okkur alla tíð síðan.
Það var oft gaman þegar mót voru haldin, hvort það voru
skíðamót eða önnur íþróttamót, þá var keppni á milli Ung-
manna félagsins Neista á Drangsnesi og Sundfélagsins Grettis
68
Skíðamót Íslands, Ísafirði 1945. Talið f.v.: Magnús Guðmundsson,
Drangs nesi, Ingibjörn Hallbertsson, Veiðileysu, Kristinn Sæmundsson,
Kambi, Arngrímur Ingimundarson, Svanshóli, Jóhann Jónsson, Kaldr-
ana nesi, Áskell Jónsson, Kaldrananesi, Kristján Loftsson, Bólstað,
Jó hann Gunnar Halldórsson, Bæ og Guðbrandur Jón Guðbrandsson,
Veiði leysu.