Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 71
í Bjarnafirði. Neisti átti marga góða skíðamenn, þar á meðal
Magn ús Andrésson sem varð Íslandsmeistari í norrænni tví-
keppni, göngu og stökki á Landsmóti á Akureyri að mig minnir
1952. Það var ekki laust við smá ríg á milli félagana, en samt
í góðu, enda í sama hreppnum. Einn var sá maður sem setti
svip á mótin, en það var Dóri frá
Bæ, ógleymanlegur öðlingur, hann
hafði rödd á við hundrað manns
og hvatti menn til dáða og kom
öllum í gott skap. Við Strandamenn
getum verið stoltir af okkar íþrótta-
fólki í gegnum árin, enda höfum
við átt frábæra íþróttamenn og það
á heimsmælikvarða.
69
Magnús Andrésson keppti á Skíðamóti
Íslands 1952 og varð Ís lands meist ari í
norrænni göngu og stökki á Akureyri.
Skíðamót í Reykjarfirði. Skíðamenn frá Neista á Drangsnesi. Talið f.v.:
Magnús Guðmundsson, Drangsnesi, Bjarni Guðmundsson, Bæ, Magn-
ús Andrésson, Drangsnesi, Jón Jónsson, Drangsnesi, Jóhann Gunnar
Hall dórs son, Bæ, Ingibjörn Hallbertsson, Veiðileysu, Lúðvík Björnsson
og Ingimar Guðmundsson, Bæ.