Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 72
Halldór Jónsson
Miðdalgröf:
Úr dagbókum
YFIRLIT ÁRSINS 1910
1.Tíðarfar.
Fyrri hluta janúar var veðrátta fremur góð, hægviðri og úrkom-
ur litlar, en þó opt fremur frosthart. Blotar á milli. Tók algjört
fyrir jörð um 11.þ.m. Nokkra daga noðan kafaldsköst með tals-
verðri fannkomu, mest 11. og 18. Síðast í mánuðinum hlóð nið-
ur logn fönn. Í febrúar var optast við norðan og austanátt, bætti
á fönn, en sjaldan blotar. Bylur í viku 15.-21. Marts var umhleyp-
ingasamur, optar þó við austan og norðanátt með fannkomu tals-
verðri, stundum útsynningar og svo blotaði á milli,12., 18., 22.,
25. Apríl var enn óstilltari, sinn daginn hvert veðurlagið, snjóaði
og bleytti af öllum áttu til skipta, úrkoma þó ekki mjög mikil
eða stórgerð. Kafaldsbyljir stöku dag. Maí var einnig breytilegur
að veðráttu, fannkoma þó lítil en blotar meiri og góðviðrisdagar
nokkrir seinni hluta mánaðarins. Í byrjun þessa mánaðar kom
upp jörð og tók ekki fyrir hana eptir það, en opt gaf fje ekki úti
vegna veðurs. Hafði þá verið látlaus innistaða frá því snemma í
janúar. Vorið var kalt og greri mjög seint. Hafíshroða varð vart,
bæði í vor og sumar, en hvergi varð hann landfastur, svo jeg hafi
spurt. Sumarið ekki stórúrkomusamt, og alltaf hægviðri, þar til
í ágústlok eða hálfum mánuði fyrir leitir skipti um algjörlega,
gerði þá vestan og sunnan rok og rigningu. Haustveðráttan fram-
anaf rosasöm. Með nóvember gerði norðan kaföld og viðraði
fremur kalt eptir það og leysti lítið þó stöku sinnum gerði blota.
Fannkoma þó sjaldan mikil. Gerði áfreða seint á jólaföstu, og tók
þá algjört fyrir jörð. Frost mest í kringum 10 gr.C.
70