Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 73
2. Heybyrgðir og skepnuhöld.
Þó heybirgðir væru með meira móti síðastliðið haust (nl.1909),
gáfu flestir hjer í hreppi upp hey sín. Fyrning svo nokkru næmi
aðeins hjá Jóni í Tungu og Grími í Húsavík, og nokkrir urðu hey-
lausir – Vonarholti, Tungugröf, Tindi, Gestsstöðum, Kirkjubóli,
Þorpum. Engir misstu samt fjenað úr hor, eins og kom fyrir of
víða í öðrum hreppum sýslunnar, þó ekki væri mikið úr því gert
af þeim, sem fyrir því urðu. Sauðburður gekk vel, lambahöld
með besta móti. Bjarnfirðingar, Selstrendingar og Staðdælingar
komu þar í móti með mikla lambskinnabagga í kaupstaðinn.
Kvillar í búpeningi með minnsta móti, bráðapest ekki orðið
tilfinnanleg síðan almennt var farið að bólusetja fje gegn henni,
og höfuðsóttin að mestu úr sögunni vegna þess að betur er hirt
um sulli og hundar hreinsaðir á hverju hausti. Heimtur á fje
fremur góðar hjá almenningi. Fje skarst í meðallagi. Kýr fóru út
um miðjan júní, þó talsvert fyrr hjá þeim, sem heylausir urðu,
þeir sem hey höfðu gáfu þeim með fram í júnílok. Í haust voru
þær teknar algjört inn um og fyrir veturnætur. Innigjafatími
varð með langlengsta móti, sem verið hefur nú í mörg ár að
undanförnu. Á dalabæjum varð hann nálægt þessu: kýr 38 vikur,
Lömb 23 v., Ær 21 vika og hross 17-18 vikur. Farið að hýsa fje og
71
Miðdalsgröf.