Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 82
með vaxandi hávaða, öskrum og angistarópum. Guðmundur fór
enn halloka fyrir Jóni og reyndi þá að komast út og tókst það.
En þeir feðgar náðu honum og drógu hann inn í búðina og upp
á loft með stiganum sem var laus. Í áflogum þessum meiddist
Guðmundur á læri og í baki og bað sér vægðar. Lýsti hann þá
Drangafeðga sáramenn sína ef hann lifði en banamenn ef hann
dæi. Lauk þar með slagsmálunum. Svaf Guðmundur í búðinni
það sem eftir lifði nætur en var fluttur að Munaðarnesi á sjó
daginn eftir því að hann var ekki göngufær. Lá hann síðan í
rúminu allan veturinn til vorsins 1869. Líklega hefur hann efast
um hvort það svaraði kostnaði að kæra kvalara sína, því að hálft
annað ár leið þar til hann skrifaði kærubréf og sendi sýslumann-
inum Sigurði E. Sverrissyni í Bæ í Hrútafirði. En þá kom líka á
daginn að ekki hafði verið kastað til þess höndunum. Kærubréf
þetta er langt og ýtarlegt, ritað á löggiltan skjalapappír með fag-
urri rithönd, nánast eins og koparstungu og með þráðbeinum
línum. Stafsetningu er að vísu áfátt en þó er hún betri en ætla
mætti af óskólagengnum manni. Bréf þetta er um margt merki-
legt og verður það því birt hér með óbreyttri stafsetningu.
Kærubréf Guðmundar Jónssonar
Frumrit skrifað á löggiltan skjalapappír
,,Árið 1868, þann 19. octóber, byrjaði eg ferð mína frá heimili
mínu Munaðarnesi, heill og heilbrigður, út á Gjögur, og ætlaði
mér þar lítið við að standa, enn ásetti mér að ná um kveldið að
Árnesi aptur til baka, annar maður filgdist með mér, og varð eg
að býða eptir honum, so eg gat ekki farið um kveldið af Gjögri,
kom eg þar þá að eirni búð, sem Sjómenn vóru í, þar vóru tveir
formenn, Guðmundur Magnússon á Finnbogastöðum, og Jón
Pjetursson frá Draungum og ætlaði eg að fá Gistingu í búð þess-
ari um nóttina, menn þeir sem í Búðinni vóru aðrir enn nefndir
formenn, vóru eptir því eg helst man, Jón Guðmundsson frá
Munaðarnesi, Hermann Þórðarson frá Finnbogastöðum, Friðrik
Jóhannesson frá Drángavík, Jóhannes Sigurðsson frá sama bæ,
Grímur Guðmundsson frá Draungum, Vilhjálmur Jóhannesson
80