Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 88

Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 88
Vorið 1860 tóku þau sig upp og fluttu norður í Árneshrepp og settust að í Ófeigsfirði, en þar bjó þá góðu búi Þorkell Þor- kelsson og Jensína Óladóttir systir Ragnheiðar. Í Ófeigsfirði bjó Guðmundur í 6 ár en flutti vorið 1866 að Seljanesi. Tveim árum seinna eða haustið 1868, þegar rósturnar á Gjögri gerðust, er hann kominn að Munaðarnesi. Það ár er Guðmundur 51 árs og hefur fyrir 6 manna heimili að sjá. Ragnheiður kona hans er þá 46 ára, Elísabet dóttir þeirra þriggja ára, auk þeirra eru þar 15 ára telpa sem er sveitarómagi, tvítugur vinnumaður og 37 ára vinnukona. Guðmundur hafði auknefnið ,,Hrollur” og í sálna- registri Árnessóknar árið 1868 fær hann þennan vitnisburð hjá prófastinum í Árnesi, Sveinbirni Eyjólfssyni, sem var ekki beint óðfús að slá mönnum gullhamra: ,,Hann er læs og nokkurn veg- inn að sér, mjög skapstór og orðljótur.” Hafi Guðmundur Jónsson sjálfur skrifað kærubréfið er ljóst að hann hefur ekki aðeins verið listaskrifari, heldur einnig læs á danska tungu, því að bréfritari hefur tilhneigingu til að rita öll nafnorð með stórum staf, eins og tíðkaðist þá og lengi síð- an í dönsku ritmáli. En ekkert er til vitnis um skrifarann nema undirritað nafn hans sem að vísu er vel skrifað en með stærri stafagerð. Orðfæri bréfsins er mergjað á köflum, lýsingar á við- ureigninni magnaðar og stundum angistarfullar, en mest kemur á óvart að rekast á stílbragð undir lokin sem nóbelsskáldið okkar tamdi sér og hafði sérstakt dálæti á, og kröfur þær sem settar eru fram í niðurlagi bréfsins bera vott um réttlætiskennd þess aðila er meiðslin þoldu og traust hans á dómstólunum. Þeir ákærðu: 1) Jón Pjetursson frá Dröngum var á 21. ári og elstur í 7 systk- ina hópi. Meðal bræðra hans voru þeir Pétur í Hafnardal,og Guðmudur í Ófeigsfirði. Jón fær þennan vitnisburð í sálnareg- istri Árnessóknar árið 1868: ,,sæmilega vel að sér, stilltur og dagfarsprúður.“ Hann var bráðger og kappsfullur og þegar orð- inn formaður á hákarlaskipi. Skömmu eftir átökin á Gjögri hóf hann búskap á Felli í Árneshreppi, en eftir að hann missti konu sína flutti hann að Gnýsstöðum á Vatnsnesi og bjó þar um skeið. 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.