Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 92
Óvænt málalok
Það var ekki fyrr en 19. október um haustið að afloknum slætti
og fjallskilum að framhald varð á réttarhaldinu. Þá var sýslumað-
ur kominn aftur norður og setti lögreglurétt í meiðslamálinu
sem að því sinni var haldinn á Krossnesi. Enn var eftir að yfir-
heyra nokkur vitni, sem verið höfðu fjarverandi við réttarhaldið
í Árnesi. Menn biðu eftir framvindu málsins og þó einkum að
heyra dóm sýslumannsins yfir þeim mönnum sem hafðir voru
fyrir sökum. Nokkrir voru sjáanlega kvíðnir, aðrir óþreyjufullir,
og fáeinir sátu með óræðan svip á veðurbörðum andlitum. Flestir
bjuggust við hörðum refsingum, fjársektum eða hýðingum nema
hvort tveggja kæmi til. Fá misseri voru liðin frá skipsstrandinu á
Dröngum og voru þær refsingar, sem menn hlutu þá fyrir lítils
háttar tólgarstuld, enn í fersku minni. Mikilla tíðinda var því
að vænta þegar Sigurður E. Sverrisson sýslumaður kvaddi sér
hljóðs. En í stað þess að kveða upp dóm eða halda vitnaleiðslum
áfram gaf hann ákærandanum Guðmundi Jónssymi húsmanni
á Munaðarnesi orðið. Hann stóð þyngslalega á fætur og flutti
síðan stutta en áhrifaríka ræðu, því að það var engu líkara en
andlitin dyttu af áheyrendum. Ræðumaður óskaði sem sagt eftir
að allur frekari rekstur í meiðslamálinu félli niður. – En hver var
skýring hans á þessum sinnaskiptum? – Hún var sú að ,,hann
væri kominn að raun um að vitni þau, sem hing að til höfðu verið
yfirheyrð, ekki hefðu borið það um málið sem hann hafði búist
við, og hann hefði ástæðu til að halda að þau vitni sem væru óyf-
irheyrð mundu bera líkt því sem hin þegar hefðu borið.“
Það varð löng þögn í stofunni eftir þessa yfirlýsingu Guð mund-
ar. En hún var um síðir rofin af sýslumanni, sem lýsti þá yfir
ákvörðun sinni er einnig vakti mikla athygli: Hann gerði kunn-
ugt að hann ætlaði að sleppa þeim kostnaði sem hann hingað til
hefði fengið af meiðslamálinu. – Og það var ekki lítil eftirgjöf,
þegar hafðar eru í huga þessar tvær langferðir norður á Strandir,
ásamt tveggja daga réttarhaldi og vitnaleiðslum.
Vafalaust hefur mikið verið rætt í sveitinni um þessi snöggu
og óvæntu endalok meiðslamálsins. Hafði Guðmundur Jónsson
,,Hrollur” gert of mikið úr meiðslum sínum er hann skrifaði
90