Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 95
Gunnsteinn Gíslason,
Bergistanga Norðurfirði:
Hinsta ferðin
Þegar ég sest niður til að reyna að koma orðum að því, sem
ég ætlaði að setja á þetta blað, verður mér fyrst hugsað til þeirra
miklu breytinga, sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Tuttugsasta öld-
in var meira en hálfnuð, og ekki kominn akfær vegur milli bæja
í Árneshreppi. Það er samt að gerast, en gengur hægt. Að vísu
eru menn búnir að fá vélar í báta sína, þannig að allar ferðir á
sjó eru léttari en áður var. Um landveg gildir annað.
Það sem sagt verður frá hér gerðist fyrir rúmum fimmtíu
árum. Ekki væri óeðlilegt þegar hér er verið að segja frá því,
sem gerðist fyrir rúmri hálfri öld, að spurt sé: Af hverju varstu
ekki löngu búinn að færa þetta í letur? Svarið er afareinfalt. Til
er máltæki, sem hljóðar svo, „fjarlægðin gerir fjöllin blá.“ Eftir
því, sem lengra líður frá verða ýmis atvik hugstæð þeim, sem
hafa verið meðal þátttakenda, þó smáatriði séu farin að fyrnast.
Það sem gerist í samtímanum er svo sjálfsagt, að um það þarf
ekki að tala. Því er ég sestur við að rifja upp þennan löngu liðna
skamm degisdag.
Síðustu daga ársins, eða 29. desember 1953, lést háöldruð
kona, Guðríður Halldórsdóttir á heimili sínu á Munaðarnesi
í Árneshreppi. Guðríður var búin að búa langan aldur á Mun-
93