Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 97
ólíka tíma og nú eru, er rétt að geta þess, að á þessum árum
voru líkkistur smíðaðar af mönnum heima í héraði. Svo mun
hafa verið í þetta skifti, og áður en að því kom að flytja líkið
til kirkjustaðarins var kistan komin að Munaðarnesi og búið að
kistuleggja.
Var nú valinn einhver dagur snemma í janúar, sem ég man
ekki lengur hver var. Að morgni þessa dags var veður gott, en
veður útlit ekki eins og best varð á kosið og útlit fyrir, að mundi
gera vestanvind þegar liði á daginn sem reyndar varð. Taka varð
daginn snemma því á þessum tíma er birtutími mjög stuttur. Við
Bernharð lögðum snemma af stað, gangandi auðvitað, og vorum
komnir að Munaðarnesi milli klukkan átta og níu um morguninn,
og var þá ekki farið að bjarma fyrir degi. Skömmu síðar komu
bændurnir frá Felli, Guðmundur og Sigurvin Guðbrandssynir.
Einnig var komið þar annað fólk af Munaðarnesbæjunum, og
voru meðal annarra bræður þrír, sem bjuggu þar Einar, Indriði
og Jón Guðmundssynir, sem mundu taka þátt í þessum flutn-
ingi. Þess er vert að geta, að þegar þetta var, hefur heimafólk á
Munaðarnesi verið um fimmtán manns og var þá farið að fækka
frá því að það var flest nokkrum árum áður.
Áður en menn tygjuðu sig til ferðar, var sest að borðum hjá
Sigurgeiri og Guðrúnu og bornar fram rausnarlegar veitingar.
Tóku bændur upp tal um sín hugðarefni, sem var fyrst og fremst
um búskapinn sem vonlegt var, þar sem þetta var þeirra atvinnu-
vegur, og var rætt um það meðan matast var. Kom þar niður tali
þeirra, að gert hafði vart við sig krankleiki í fénu á Felli, og var
ekki augljós sjúkdómsgreiningin, en um það leyti, sem máltíð-
inni lauk, var komin niðurstaða í málið.
Einn var sá maður sem ekki var kátur þessa morgunstund, var
það Halldór sonur Guðríðar. Hvort tveggja var, að móðir hans
var að kveðja heimilið eftir langa dvöl og einnig hitt, að honum
þótti veðurútlit ekki hagstætt til slíks ferðalags, og var honum
nauðugt að synir hans tækju þátt í því. Aðstandendur Guðríðar
höfðu ákveðið að hafa húskveðju áður en lagt yrði af stað með
líkið. Var það kveðjustund sem algengt var að hafa á heimili
95