Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 97

Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 97
ólíka tíma og nú eru, er rétt að geta þess, að á þessum árum voru líkkistur smíðaðar af mönnum heima í héraði. Svo mun hafa verið í þetta skifti, og áður en að því kom að flytja líkið til kirkjustaðarins var kistan komin að Munaðarnesi og búið að kistuleggja. Var nú valinn einhver dagur snemma í janúar, sem ég man ekki lengur hver var. Að morgni þessa dags var veður gott, en veður útlit ekki eins og best varð á kosið og útlit fyrir, að mundi gera vestanvind þegar liði á daginn sem reyndar varð. Taka varð daginn snemma því á þessum tíma er birtutími mjög stuttur. Við Bernharð lögðum snemma af stað, gangandi auðvitað, og vorum komnir að Munaðarnesi milli klukkan átta og níu um morguninn, og var þá ekki farið að bjarma fyrir degi. Skömmu síðar komu bændurnir frá Felli, Guðmundur og Sigurvin Guðbrandssynir. Einnig var komið þar annað fólk af Munaðarnesbæjunum, og voru meðal annarra bræður þrír, sem bjuggu þar Einar, Indriði og Jón Guðmundssynir, sem mundu taka þátt í þessum flutn- ingi. Þess er vert að geta, að þegar þetta var, hefur heimafólk á Munaðarnesi verið um fimmtán manns og var þá farið að fækka frá því að það var flest nokkrum árum áður. Áður en menn tygjuðu sig til ferðar, var sest að borðum hjá Sigurgeiri og Guðrúnu og bornar fram rausnarlegar veitingar. Tóku bændur upp tal um sín hugðarefni, sem var fyrst og fremst um búskapinn sem vonlegt var, þar sem þetta var þeirra atvinnu- vegur, og var rætt um það meðan matast var. Kom þar niður tali þeirra, að gert hafði vart við sig krankleiki í fénu á Felli, og var ekki augljós sjúkdómsgreiningin, en um það leyti, sem máltíð- inni lauk, var komin niðurstaða í málið. Einn var sá maður sem ekki var kátur þessa morgunstund, var það Halldór sonur Guðríðar. Hvort tveggja var, að móðir hans var að kveðja heimilið eftir langa dvöl og einnig hitt, að honum þótti veðurútlit ekki hagstætt til slíks ferðalags, og var honum nauðugt að synir hans tækju þátt í því. Aðstandendur Guðríðar höfðu ákveðið að hafa húskveðju áður en lagt yrði af stað með líkið. Var það kveðjustund sem algengt var að hafa á heimili 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.