Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 99

Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 99
við komumst af stað. Nokkuð fækkaði í flutningsmannahópn- um, líklega höfum við verið fimm sem fórum með bátunum, Bernharð í Norðurfirði, Sigurvin á Felli, undirritaður, Sigurgeir og séra Björn H. Jónsson. Ferðin yfir Trékyllisvíkina gekk vel þó vestanvindur væri og nokkur veltingur. Þegar komið var í Árnes var birtu tekið að bregða. Gengið var frá bátunum, einhverjir heimamenn komu til sjávar að aðstoða við að bera kistuna til kirkju, en góður spölur var frá lendingunni að kirkjustaðnum. Einn var sá siður, sem lengi tíðkaðist, var að syngja sálmvers meðan kistan var borin í kirkju og hringja kirkjuklukkum. Í Árnesi tíðkaðist að syngja vers úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, nr. 277 í sálmabókinni, „Jurtagarður er herrans hér.“ Til að leiða þann söng var komin Guðfinna Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum sem var þá organisti í Árneskirkju. Sú var einn- ig venja þegar þetta inngönguvers var sungið, að þeir sem sungu stóðu úti og fylgdu kistunni inn í kirkjuna og sungu sálminn um leið. Einnig var kirkjuklukkum hringt þegar kistan var borin í kirkju, og var þar kominn hringjarinn Þorsteinn Guðmundsson. Var kistan nú komin á leiðarenda og höfðum við, sem tókum þátt í þessum flutningi, að því leyti lokið okkar hlutverki. Að þessu loknu bauð Björn prestur okkur til kaffidrykkju, sem var vel þegið. Höfðum við samt hraðann á þar sem farið var að dimma, og um það leyti, sem við fórum úr Árnesi var komið myrkur. Ferðin yfir Trékyllisvíkina gekk samt vel, þó hafði bætt í vind og var komin veltingur og ágjöf. Þegar til Norðurfjarðar kom þurfti að setja báða bátana á land og nutum við þá einnig aðstoðar heimamanna í Norðurfirði og var komið langt fram á kvöld þegar því var lokið. Ég hefi hér sett á blað frásögn af þessum flutningi. Þegar þetta var gert fyrir hálfri öld var það ekki í frásögur færandi að viðhafa þá aðferð, sem notuð var. En síðan hafa tímarnir breyst, og sam- göngur nú allar auðveldari (til batnaðar skulum við segja), en þá var, jafnvel norður á Ströndum um miðsvetrarleytið. 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.