Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 104

Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 104
veginn svo þessir stóru bílar kæmust leiðar sinnar. En rútu bíl- stjórarnir þeir Sigfús Ívarsson á Hvammstanga og Sturla Þórðar- son í Búðardal reyndust vandanum vaxnir og komust klakklaust alla leið fram í Heydal og aftur til baka án þess að lenda í öðru en smáfestum. En hægt gekk ferðin. Margir fóru á eigin bílum aðallega voru það jeppar. Fram í Heydal kom fjöldi manns sennilega hátt í tvö hundr- uð. Sá sem hér stýrir penna var fenginn til að hafa leiðsögn um staðinn og segja frá því helsta sem fyrir augu bar. Mér til að stoð ar voru Brynjólfur og Yngvi Sæmundssynir báðir fæddir í Hey dal og staðnum kunnugir frá æsku. Þeir eru synir hjónanna Sæmundar og Jóhönnu er síðast bjuggu þar. Auðséð virðist hvers vegna þarna var reist býli. Umhverfi Heydals er einkar grösugt, gnægð af slægjum og góðu beitilandi allt í kringum bæjarstæðið. Talsvert tún hefur verið ræktað mið- að við þann búskapartíma sem er löngu áður en hin eiginlega ræktunarbylting hófst með vélvæðingu í sveitum landsins. Eins er afar sumarfallegt þarna í dalnum og vinalegt umhverfi. En þeir bræður sögðu að þar gæti nú bitið kalt og napurt í vetrarveðrum og snjóalög orðið þung eins og víðar á fjallajörðum. Enda segir um Hall Guðnason þann sem í Heydal bjó 1780–1785 að hann varð úti á Víkurdal “deyði úr megurð í frosti og kafaldi.” Öll mannvirki og húsatóttir voru grandskoðuð og aðstæðum lýst með hjálp þeirra bræðra. Mér er í minni er við stóðum í gró inni tótt bæjarhúsanna og ég sagði fólkinu að hér hefði verið hlóðareldhúsið. Ég sá vantrúarsvipinn á þeim sem næstir stóðu svo ég tók efsta steininn í vegghleðslunni, allstóra snotra hellu og velti henni við og sjá. Það þurfti ekki vitna við, það blasti við sótið neðan á steininum þó liðið væri hátt í öld síðan síðast kveikt var í hlóðum á þessum stað. Ein frænka mín í hópnum, Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, vatt sér að mér, horfði fast á hell- una sótugu og spurði: Má ég eiga þennan stein? Ég sagði að það hlyti að vera, hér væri gnægð af steinum og munaði ekkert um þó einn færi. Hún beið ekki boðanna fékk aðra konu í lið með sér og á milli sín báru þær steininn langa veg yfir í bíl sinn. Núna á þessi steinhella sérstakan sess í garði hennar suður í Skarði í 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.