Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 112

Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 112
an við Gjögur. Þegar Tómas var ekki í ferðum á Nonna var hann bílstjóri hjá verksmiðjunni í Djúpuvík. Nonni mun hafa gengið um 10 mílur í góðu veðri. Það þótti mikill hraði á þessum árum. Hann var ekki gott sjóskip. Það varð því oft að draga úr gang- hraðanum ef eitthvað kulaði. Þessi farkostur var fenginn til að koma okkur áleiðis. Lagt var af stað árla morguns. Það voru a.m.k. tveir sem komu um borð í Djúpuvík. Friggi í Reykjarfirði og Skúli í Kjós. Svo var haldið yfir fjörðinn og rennt við í Naustvík, þar bættist Finna í félags- skapinn. Aðalkrakkahópurinn ásamt skólastjóra kom svo til skips á Gjögri. Blíðskaparveður var, rennisléttur sjór og Tómas setti Nonna strax á fulla ferð þegar farþegarnir höfðu komið sér fyrir. Reykjarfjörður og Veiðileysufjörður voru nú brátt aftur undan og nú fóru krakkarnir flestir, þegar þau litu til lands, að sjá fjöll, strönd og bæi sem þau höfðu aldrei áður augum litið. Nonni var að mestu yfirbyggður. Aðeins opin aftast. Þar var nokkuð rými og þar stóð Tómas og stýrði, að mestu óvarinn fyrir veðri og ágjöf, bekkir voru meðfram síðum og í skut. Undir yfirbygg- ingunni var vistlegur nokkuð rúmgóður salur með bekkjum með góðum sessum meðfram síðum bátsins. Ekki nýttust gluggarnir í yfirbyggingunni til útsýnis nema með því að staðið væri á bekkjunum og illa þó. Það vildu því flestir vera aftur í og sjá vítt til hafs og lands. Sumir strákarnir fóru jafnvel upp á yfirbygg- inguna. Eftir beiðni Tómasar bað Þorsteinn skólastjóri krakkana að halda sig inni í salnum. Aldrei þessu vant þrjóskuðst þau nú við að gegna skólastjóranum. Sjávarloftið og útsýnið hélt í þau. Tómas var prúð ur og hæglátur maður. En með rólegheitunum og oft orðheppinn. Þegar Þorsteini gengur ekki að koma krökk- unum inn segir Tómas einhverja setningu sem verður til þess að allur krakkahópurinn hverfur inn í salinn. Hvað hann sagði man ég ekki. Áfangastaðurinn var Litla-Fjarðarhorn í botni Kollafjarðar. Í blíðunni var haldið nokkuð djúpt fyrir Kaldbaksvík og Bjarn- ar fjörð og stefnan tekin austan við Grímsey og svo í mynni Kolla fjarðar. Þegar kom inn á móts við Kollafjarðarnes var sjór- inn rennisléttur. Þá gaf Tómas eftir á innilokunarstefnunni og far þeg arnir voru fljótir að tileinka sér frelsið. En sjóferðin var 110
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.