Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 117

Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 117
legt og fínt. Til viðbótar við elskulegheit heimilisins var veðrið eins gott og hugsast gat, glaðasólskin og logn. Brátt vorum við beðin að setjast að veisluborði sem var hlaðið kræsingum. Við nutum vel þessara veitinga enda nokkuð svöng eftir gönguferð- ina. Fríða, skólastjórafrúin okkar, var þarna hjá foreldrum sínum svo og bræður hennar. Það var spjallað við okkur og við spurð um fjölbreyttustu hluti. Meðan við vorum að njóta veitinganna settist Jón bróðir Fríðu (Jón frá Ljárskógum, skáld og söngv- ari) við hljóðfæri og lék á það góða stund. Þetta fannst okkur stórkostlegt. Eftir að hafa raðað í okkur fórum við út í blíðuna og höguðum okkur eins og krakkar, hlupum stukkum og lékum okkur fram eftir degi. Túnið var orðið vel sprottið. Við fengum bolta til að leika okk- ur með. Einhver sagði. „Förum ekki út á túnið.“ „Gerir ekkert til“ sögðu gestgjafarnir. „Grasið sprettur aftur.“ Í Ljárskógum var stórt refabú. Við sáum þarna stóra hakkavél sem notuð var til að hakka fóðrið ofaní refina. Á þesum tíma var verið að hakka selkópa sem skinni og spiki hafði verið flett af. Þannig á sig komnum var kópunum með haus og hreyfum stungið í hakkavélina og út úr hakkavélinni kom þessi fína kássa fyrir refina. Við gláptum á þessa fóðurframleiðslu í forundrun. Tíminn leið hratt. Áður en varði var komið að brottför. Nú hafði Þorsteinn útvegað rútu frá Dala-Brandi til að flytja okkur inn að Laugum. Það var ánægður og glaðvær hópur ungmenna sem kvaddi gestgjafa sína í Ljárskógum með þökkum fyrir frábærar móttökur, móttökur sem lifðu í minni okkar alla ævi. Áður en varði var komið að því að prófa okkur. Flest náðum við tilskyldum sundstigum. Það var búið að gera Steinadalsheiðina akfæra og því ekkert að vanbúnaði að láta rútu flytja okkur til Hólmavíkur. Við kvöddum heimafólk og þökkuðim fyrir að fá að njóta þessara ánægjulegu vordaga á Laugum. Tómas kom og sótti okkur til Hólmavíkur á Nonna. Enn var sama blíðan. Húnaflóinn spegilsléttur. Nú fóru þeir sem áður komu fyrstir um borð, síðastir frá borði. Þeir voru nokkuð drjúg ir með sig Friðrik í Reykjarfirði og Skúli í Kjós þegar þeir löbb uðu upp Stórubryggjuna á Djúpuvík og þóttust jafnvel vera nokkuð forframaðir 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.