Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 122
Tveimur árum eftir komuna til Hólmavíkur var mér komið
fyrir í sveit að Þrúðardal í Kollafirði til sumardvalar næstu 6
sumr in, fram undir fermingu. Þar heyrði ég oft talað með mik-
illi lotningu um mann, sem ætíð var kallaður Sigmundur á Gili,
fyrir færni hans í málmsmíði. Þar var ég fræddur um að hann
ætti galdratæki eitthvert sem nefndist rennibekkur. Hann átti
heima á Einfætingsgili í Bitru. Ég hafði nokkra hugmynd, þó að
kornungur væri, um þennan bæ, því að ég hafði komið að Gröf
í sömu sveit 1–2 árum áður og vissi að Gil var þar einhvers staðar
í nánd. Rétt rúmlega Bitruhálsinn er á milli bæjanna Þrúðardals
og Einfætingsgils.
Á Hólmavík varð Sigmundur líka vel þekktur af sömu ástæð-
um eftir að sjómenn þar fóru að leita til hans með vélavið-
gerðir. Smám saman komst ég í skilning um, að Sigmundur
þessi væri bróðir fyrrnefnds Magnúsar Lýðssonar á Hólmavík.
Óx þá virðing mín fyrir Sigmundi til mikilla muna. Mun hitt
þó hafa vegið þyngra í mínum augum, að hann minnti sjálfur
á sig jafnt og þétt með ótrúlegustu sögum, sem af honum fóru
við rennibekkinn. Öðru hvoru braut ég heilann um það í æsku,
hvorn þeirra bræðra bæri að telja hinum fremri og hvernig því
viki við, að Magnús búsettur í fjölmenninu á Hólmavík þar sem
fleira var auðvitað sýslað, átti ekki rennibekk eins og bróðir hans
í fámenninu fremst frammi í afdal! Þeim spurningum fékk ég
aldrei svarað.
Nú henti það að Mundi1 í Þrúðardal, húsbóndi minn, þurfti
að skjóta tvo alikálfa. Hann lét mig sækja þá fram í girðingu og
bað mig að halda í þá meðan hann skyti. Kom hann svo með
riffil sinn og skaut á þann fyrri. En ekkert gerðist, kálfurinn stóð.
Í ljós kom, að kúlan stóð föst í hlaupinu.
Þessi saga er sett hér til að skýra, hvernig það kom til, að mér
gafst kostur á að sjá galdramanninn. Mundi sendi mig nefnilega
ríðandi yfir að Gili með riffilinn, að biðja Sigmund að ná úr hon-
um kúlunni, eða saga hlaupið af, ef hann teldi það skynsamlegra
og breyta þá rifflinum í kindabyssu, sem hann reyndar gerði.
120
1 Guðmundur Andrésson.