Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 126
og mátti, að sögn Indriða, tengja þá við verkfærið í mér ill skiljan-
legum tilgangi.
Ég gerði tilraun uppi á loftinu, blýantslaus, til að fræðast
af Indriða og tók að yfirheyra hann. Og hjá honum kom ég
ekki að neinum kofum tómum. Ég náði engan veginn að taka
á móti óstöðvandi fróðleiknum og bað um fundarhlé, þangað
til við kæm um niður af loftinu. En þá tók ekki betra við, hátíð-
arkvöldverður hjá Guðfinnu hús freyju, því að Gunnlaugur var
búinn að skrúfa saman öll laus rör sem hann fann á bænum. Að
loknum snæðingi gerði ég aðra tilraun við Indriða, en allt fór
á sömu leið. Ég sá ekki annað ráð en að slá frekari viðræðum á
frest. Samkomulag varð um að Indriði sæti fyrir svörum, ef ég
heimsækti hann síðar með upptökutæki og tæknimann.
Tildrög að tækniundrum
Viðtal
Rætt var við Indriða Sigmundsson IS 16. sept. 2005 og við-
talið tekið upp á snældu með aðstoð tæknimannsins, Gunnlaugs
Bjarnasonar. Er viðtalið aðaluppistaðan í þessum pistli, stundum
orðrétt, oft í hálfgerðu samtalsformi, þar sem nöfn eru skamm-
stöfuð: Sigmundur Lýðsson SL, Indriði Sigmundsson IS o.s.frv.
Oftar en ekki er viðtalinu breytt úr viðræðuformi í nokkurskonar
endursagnarstíl af ýmsum tilbrigðum:
Um gull- og silfursmíðina
Sigmundur hóf nám í gull- og silfursmíði í Reykjavík hálfþrí-
tugur að aldri. Kennari hans hét Pétur Sveinsson. Ekkert veit
Indriði um það, hvernig honum datt þetta í hug, engir gull-
smiðir voru í Bitru eða þar nálægt. Kannski hafði hann bara
tekið þetta upp hjá sjálfum sér, enginn veit þó, hvernig hann
komst í samband við þennan kennara? Nei, en Indriða rámaði
124