Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 131
sjór tók að fossa inn í bátinn. Ekki var um annað að ræða en leita til
lands hið bráðasta. Stór handpumpa var í bátnum og Einar tók til við
að dæla allt hvað aftók, en Halldór að ausa með fötu. Gekk svo um
stund og fannst Halldóri það síðar frásagnarvert úr ferðinni að lýsa
ofurmannlegum handtökum Einars við pumpuna, sem lauk með því
að hann rykkti bullunni upp úr stokknum, svo að dælan varð óvirk.
Halldór fleygði þá frá sér fötunni og fór að reyna að laga pumpuna. Var
þá engin dælustarfsemi í gangi eftir það. Báturinn fór nú hratt að síga
og sökk að lokum. En skipverjarnir höfðu heppnina með sér. Þeir voru
komnir svo nálægt landi, þegar hann sökk, að þeir stóðu í mittisdjúpum
sjó á dekkinu um leið og hann kenndi grunns. Voru þeir þá staddir inni
undir fjarðarbotni í fjörunni við Grænanesbæinn. Skaði varð lítill á
bátnum annar en rifan á byrðingnum.
Sumt er óljóst orðið við þessa sögu, eins og það hvort leita
átti til Sigmundar á Gili, sem líklegt er, eða eitthvert annað. Hitt
er öruggt, að ferðalagið og skakkaföllin á bátnum, skipverja- og
bátanöfnin eru staðreyndir. Ég (ÓB) man vel eftir þessu óhappi.
Á Hólmavík var uppi fótur og fit. Fólk þar taldi að bátsverjar
hefðu verið mjög hætt komnir, þeir hefðu keyrt í ofboði til lands
og við það hefði ísinn skorið sístækkandi rifu í byrðinginn. Allt
annað var óljóst Hólm víkingum, t.d. erindi þeirra félaga yfir
fjörðinn í þetta sinn.
Bilun varð í vélbáti Karls Aðalsteinssonar útvegsbónda á Smá-
hömr um 1937 eða 38. Óskar Jónatansson var þar á bæ unglingur
og var sendur ríðandi yfir að Gili með frekar þungt stykki úr
vél inni til viðgerðar hjá Sigmundi og var því með tvo til reiðar,
ann an líklega undir reiðingi. Óskar fór Fjarðar horns sneiðinga
yfir Bitruhálsinn og var 2 daga í ferðinni. Hann varð að bíða eftir
við gerð inni og gista á Gili. Varla hefur þetta verið mikil svaðilför,
því að hann man eiginlega ekkert misjafnt frá henni að segja.
Indriði var nú spurður um sjómenn sem komu að Gili og beð-
inn að segja eitt og annað eftirminnilegt frá þeim tíma. Hann
tók vel í það.
IS: Þeir voru ótalmargir sjómennirnir sem komu í þeim erind-
um að fá gert við, ekki síst frá Drangsnesi. Þeir komu stund-
um á bát yfir að Hvítuhlíð, t.d. Lárus Guð munds son og Ingvi
129