Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 132
Guðmundsson, með stykki til viðgerðar. Sumir komu gangandi
og einn og einn ríðandi. Aðrir voru fluttir af Selströndinni yfir
að Smáhömrum og gengu þaðan.
Margir komu með úrbræddar legur, ekki síst stefnislegur (á
öxlinum milli skrúfu og vélar) og auðvitað mýmargt fleira.
Já, ég man eftir einum manni sem kom hérna með stefnisrör
og var úrbrætt hjá honum. Hann fær viðgerð, svo fer hann heim.
Hann var í Steingrímsfirðinum í Hveravík. Svo kemur hann
strax aftur. Þetta bilaði bara undireins og bræddi úr sér á ný.
Pabbi gerði við það. Jú, jú, og spurði hvort öxullinn hefði ekki
fall ið rétt og liðugt að vélinni. Jú, jú, sagði karlinn. Ja, það þurfti
aðeins að stíga svolítið ofan á rörið með tánni til að það smylli
saman. Þarna var skýringin á biluninni komin! Stefnisrörið þoldi
enga spennu. En það var ekkert mál að laga þetta, ekki þurfti
annað en renna svolitlum fleyg undir vélina til að allt væri í lagi.
Svona nokkuð kom stundum fyrir.
Það barst í tal hvaða málmur var notaður til að bræða í þess-
ar legur. „Já, það var hvítmálmur“, sagði Indriði. „Það er mjúk-
ur málmur, ákaflega léttur og þolir ekki mikinn hita, ég gæti
trúað að í honum væri eitthvað af zinki líka“. Íslensk orðabók
130
Indriði Sigmundsson við rennibekkinn.