Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 136
dugnaðarmenn, viljugir og alvanir heyvinnu. Þetta kom á móti
frátöfunum.
Tækjasmíði
Pabbi smíðaði margt, fyrir utan að gera við bilanir, eins og t.d. 25
þráða spuna vélar. Ekki mun hann hafa haft neinar teikningar, en
kannski fengið einhverjar ábend ingar annars staðar frá og notað
svo eigin hug myndir. Eina vélina keypti kvenfélagið á Hólmavík
árið 1940 á 500 krónur. Trausti Sveinsson á Þiðriksvöllum, bráð-
laginn maður, lærði á vélina og spann fyrir kvenfélagið. Það er
nú ekki til nokkur tutla af henni sem ég veit um. Félagið seldi
hana síðar, en um kaupandann er ekki vitað. Guðjón Jónsson frá
Gili rakst á eina yfir á Selströnd, hann var að vinna á Drangsnesi
við sundlaugina nýju, og var vélin inni á Kleifum, uppi á lofti
í gamla bænum, þar sem enginn býr nú. Hann Tryggvi okkar
Ólafsson, maður austan af landi, sem við þekkjum vel, sagði að
það væri alveg óhætt að taka hana, ef við kærðum okkur um.
Og hann sagði Guðjóni að við skyldum bara fara og sækja hana,
134
Fimm þráða spunarokkur.