Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 140
Magnúsdóttir. Byrjaði búskap á Skriðnisenni 1910. Bóndi á
Einfætings gili frá 1914. Lét af búskap fyrir fáum árum. Smiður.
(Dó 1960). Kona Jóhanna (f. 23. ágúst 1886) Sigmundsdóttir
Knud sens.
Indriði bætir þessu við: „Jóhanna, mamma mín er ættuð frá
Hvoli í Saurbæ. Amma var þar. Hún hét Signý Indriðadóttir Gísla-
sonar frá Hvoli og hún ólst þar upp. Hún kynntist þar Sigmundi
Knudsen, sem kominn var af kaup manni sem hafði verið á
Skaga strönd og þau giftust og fóru að búa. Mamma fæddist 1886
í Hvolsseli, sem var frammi á Svínadal, fyrir framan Fremri-
Brekku. Svo voru þau hingað og þangað. Afi gamli, Sigmundur,
dó hérna á Gili hjá pabba. Sigmundur og þau voru komin til
hans. Amma (Signý) dó hérna um 1950 háöldruð. Þetta fólk
kom allt norðan úr Skagafirði. Indriði gamli Gíslason, var sonur
Gísla Konráðssonar, sagnaritara. Skarðsfólkið allt, það eru stórar
ættir. Ekki þekki ég helminginn af því öllu saman, ekki einu
sinni unga fólkið, afkomendur minna nánustu ættingja.
Pabbi fluttist að Gili 1914. Keypti Gilið, það var kirkjujörð og
kostaði 1800 krónur. Zakki gamli Einarsson, sem var nýbúinn að
vera þarna, var ekki búinn að borga neitt í jörðinni. Þetta var nú
138
Sigmundur Lýðsson, Einfæt-
ings gili.
Jóhanna Sigmundsdóttir, Ein-
fætingsgili.