Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 152
að Ólafur sonur Eyvindar landnámsmanns í Eyvindarfirði flytji á
Dranga eftir brottför Eiríks þaðan, til þess að þeir hafi verið af
sömu kynslóð. Ef Eiríkur hefur verið kominn yfir fimmtugt þeg-
ar hann fór til Grænlands þá hefur hann verið fæddur um eða
fyrir 930 en hann lifði fram yfir kristnitöku á Grænlandi um árið
1000. Í þessu landnámi eru jarðirnar Drangar og Drangavík.
Eyvindur, Ófeigur og Ingólfur Herröðarsynir hvítaskýs námu sinn
fjörðinn hver, Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð.
Um þessa bræður þrjá er lítið vitað en ef merki eru látin
ráða sem á seinni öldum þá hefur Eyvindur að líkindum hreppt
Engjanes eitt og er það mjög ósennilegt því það er ein rýrasta jörð
hreppsins. Líklegra er að merkin milli landa Ófeigs og Eyvindar
hljóti að hafi verið um Hvalá og má svo vera. Ströndin frá
Hvalá að Hrúteyjarnesi nefnist Ófeigsfjarðarströnd (eldra nafn
er Hrúteyjarströnd) og þar var að líkindum býli sem nú nefn-
ist Strandartún. Í fornum skjölum er talað um Hrúteyjarströnd
sem sér býli og metið á 16 hundruð en Ófeigsfjörður aðeins
á 8 hundruð. Á Hrúteyjarnesi og í Eyvindarfirði hafa fundist
rústir af að minnsta kosti tveimur bæjum og einum skála sem
benda til búsetu en þó ekki langrar. Einnig eru bæjarrústir á
Ófeigs fjarðarströnd er nefnast Sel. Rústir miklar og garðlög
eru aftur á móti á Engjanesi. Sonur Eyvindar, Ólafur að nafni,
bjó fyrst í Eyvindarfirði en síðar á Dröngum. Ólafur hefur að
lík indum flust að Dröngum er Eiríkur rauði flutti sig suður í
Dali eftir lát Þorvalds föður síns. Það, að Ólafur kýs að flytjast á
Dranga, bendir til að landnám föður hans hafi þótt fremur rýrt
enda Drangar annáluð hlunnindajörð og ekki dregur það úr
að þá mun Drangavík hafa fylgt með. Rústirnar í Eyvindarfirði
benda eindregið til að þar hafi verið búið um stuttan tíma og
því styður það þá tilgátu að Eyvindur hafi numið frá Hvalá um
Eyvindarfjörð og Engjanes. Ófeigur hefur eignast Ófeigsfjörð all-
an, líklega að Hvalá og suður að Seljanesi. Ingólfur hefur fengið
Ingólfsfjörð allan og þar með jarðirnar Eyri, Ingólfsfjörð og senni-
lega Seljanes enda eru merkin milli Seljaness og Ófeigsfjarðar
mjög utarlega við Ófeigsfjörð að sunnan en merki milli Seljaness
150