Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 156
154
Þar sem engar myndir eru til frá brúðkaupinu verðum við að
sjá það fyrir okkur á annan hátt. Brúðirnar voru allar hvítklædd-
ar, fjórar þeirra voru í hvítum síðum kjólum með blóma krans
úr lifandi blómum, silfurhnöppum sem Herdís Einarsdóttir á
Kollsá, móðir einnar brúðarinnar, hnýtti með aðstoð systur sinn-
ar Hróðnýjar. Sú fimmta klæddist faldbúningi, hvítum kyrtli
með gyllt belti um sig miðja en höfuðbúnaðurinn var gyllt koffa
með faldi. Tvær brúðanna breyttu fermingarkjól í brúðarkjól og
voru þeir prýddir hvítu, gegnsæju efni með blómamynstri. Brúð-
gumarnir voru allir í dökkum jakkafötum, sparifötunum sínum,
myndarmenn hinir mestu.
Brúðhjónin skrýddust brúðarklæðnaði inni á prestsetrinu og
gengu fylktu liði, hægt og hátíðlega frá prestsetrinu til kirkjunn-
ar. Brúðhjónin voru:
Hanna Guðný Hannesdóttir f. 17.09.1916 og Guðmundur
Sigfússon f. 05.11.1912, búsett á Kolbeinsá. Sonur þeirra, Hilmar
var skírður.
Kristín Hannesdóttir f. 02.11.1917 og Lárus Sigfússon
f. 05.02.1915 einnig til heimilis á Kolbeinsá. Sonur þeirra,
Hreinn Sverrir var skírður.
Ingiríður Daníelsdóttir f. 13.08.1922 og Kristján Karl Hann es-
son f. 06.06.1912 bjuggu á Kollsá. Dóttir þeirra, Erla var skírð.
Ingigerður Eyjólfsdóttir f. 28.12.1916 og Jón Kristjánsson f.
29.05.1908 búsett á Kjörseyri. Sonur þeirra, Georg Jón var
skírður.
Guðbjörg Ágústa Ólafsdóttir f. 04.01.1914 og Ólafur Stefáns-
son f. 22.06.1915 einn ig til heimilis á Kolbeinsá.
Presturinn sem þá sat Prestbakka, sr. Jón Guðnason gaf brúð-
hjónin saman hvert á eftir öðru. Eftir að hafa heitið hvort öðru
eiginorði, tryggð og kærleika í blíðu og stríðu innsiglaði sr. Jón
sambandið fyrir Guði og mönnum og blessaði brúðhjónin öll.
Organisti var Herdís Gróa Tómasdóttir á Kollsá. (Hér var leikinn
sálmur)
Þá hófst skírnarathöfnin, en sem fyrr segir voru fjögur börn
jafnmargra brúðhjóna borin til skírnar í húsi Drottins. Börnin
voru færð mæðrum sínum og sr. Jón helgaði þau Kristi með því