Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 158
156
Í dag, tæpum 65 árum síðar eru fimm af brúðum og brúð-
gumum látin en þau eru: Kristján Karl, Guðbjörg og Ólafur,
Ingigerður og Jón.
Sömuleiðis er eitt skírnarbarnið, Hreinn Sverrir látinn. Við
biðjum algóðan Guð um að blessa minningu þeirra.
Þau sem eftir lifa á háum aldri en eru afar ern, veittu öll sam-
þykki sitt fyrir þessari dagskrá og það er þeim að þakka að þessi
þáttur varð til, því þau eru öll heimildarmenn að handritinu sem
þau hafa fengið eintak af . Við óskum þess að þeim auðnist áfram
að lifa við bærilega heilsu og biðjum þeim Guðs blessunar.
(Nú kynnti Pálína Skúladóttir tónmenntakennari og organisti, lagið
Síldarvalsinn eftir Steingrím Sigfússon, bróður þeirra Guðmundar og
Lár usar, sem brúðhjónin, presturinn og sögumaður fluttu við undirleik
Pálínu.)
Eftirskrift: Börnin stóðu sig með stakri prýði, hátíðleg og prúð búin.
Ein af brúðunum frá 1939, var viðstödd og þótti okkur sérlega vænt um
það. Til gamans má geta að tvö börn í 2. bekk, sem eru þremenningar,
léku langafa sinn og langömmu, Hönnu Guðnýju og Guðmund frá
Kolbeinsá, og hélt stúlkan á afa sínum undir skírn! Guðmundur lést á
92. afmælisdegi sínum, hinn 5. nóvember 2004.
Guð blessi minningu hans.
Samantekt Kristínar Árnadóttur, skólastjóra.