Saga - 2016, Page 11
rutt brautina fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra sem jafnframt
varð fyrir gríðarmiklum áhrifum frá femínískri hugmyndafræði.
Slík samþætting virðist við fyrstu sýn mjög takmörkuð á Íslandi en
þó helgaði eitt lítið félag, Íslensk-lesbíska, sig lesbískum femínisma
um miðjan níunda áratug 20. aldar og var eins konar brú milli
kvennahreyfingarinnar og Samtakanna ’78, félags homma og lesbía.
Í þessari grein er fjallað um samtvinnun réttindabaráttu samkyn-
hneigðra og kvennahreyfingarinnar eins og hún birtist í starfi
Íslensk-lesbíska, sem var stofnað árið 1985 og starfaði í kvenna hús -
inu við Vallarstræti þar til því var lokað árið 1988. Félagið stofnuðu
nokkrar lesbíur sem voru virkar innan kvennahreyfingarinnar og
jafnframt innan Samtakanna ’78 en fannst hagsmunum sínum ekki
nógu vel borgið þar. Þótt félagið yrði skammlíft var það eina tilraun-
in sem gerð var á blómatíma annarrar bylgju femínismans til að
tvinna þessar baráttuhreyfingar saman hér á landi. Markmið rann-
sóknarinnar er að varpa ljósi á skörun og aðgreiningu jafnréttisbar-
áttu á grundvelli kyngervis og kynhneigðar, innan sem utan Íslensk-
lesbíska, og meta hvort og þá hvernig félaginu tókst að brúa bilið á
milli þessara tveggja baráttuhreyfinga. Hér verður því farið í saum-
ana á starfi félagsins og í hverju það fólst, fjallað um viðbrögð
kvennahreyfingarinnar og Samtakanna ’78 við þessari nýbreytni og
hvernig samstarfinu við þessar tvær hreyfingar var háttað. Þannig
verður leitast við að varpa ljósi á vaxtarskilyrði fyrir lesbísk-femín-
íska hreyfingu á Íslandi og reynt að komast til botns í orsökum þess
að hún varð aldrei jafnöflug og í nágrannalöndunum, hvort heldur
er austan hafs eða vestan.
Ég nálgast viðfangsefnið út frá sögu kynverundar (e. history of
sexuality), eða hinsegin sögu eins og hún er stundum nefnd á Ís -
landi.3 Þar er litið á kynverund sem manngert fyrirbæri, þ.á m. kyn-
hneigð, sem eigi sér frekar stutta sögu og sé reist á forsendum sem
urðu til mun síðar á Íslandi en í öðrum löndum, t.d. iðnvæð ingu og
kapítalisma. Saga kynverundar er þannig frábrugðin eldri nálgun
að sögu samkynhneigðra frá áttunda og níunda áratugnum þar sem
kynhneigð, kynvitund og kynverund taldist óbreytanlegt eðli mann-
eskjunnar. Rannsóknir á sögu homma og lesbía snerust því að
mörgu leyti um að bera kennsl á samkynhneigða einstaklinga for -
tíðar til að skapa fyrirmyndir og réttlæta kröfuna um aukin réttindi
lesbía verður til 9
3 Sjá Hinsegin saga: Greinasafn um hinsegin sagnfræði [vinnutitill] (Reykjavík: Sögu -
félag væntanleg vorið 2017).
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 9