Saga - 2016, Side 13
Samtvinnun (e. intersectionality) er einnig lykilhugtak í þessari
rannsókn. kenningar um samtvinnun afhjúpa hvernig félagslegir
flokkar, eins og kynþáttur, kyngervi, þjóðerni, fötlun, aldur, kyn-
hneigð o.fl., auk kerfis kúgunar þeim tengd, fléttast saman, skarast,
kallast á og móta hver annan. Í því blaðaefni um íslenskar lesbíur
sem varðveitt er frá níunda áratugnum kemur fram að meðal þeirra
ríkti nokkur meðvitund um tvöfalda jaðarsetningu á grundvelli
kyngervis og kynhneigðar. Hún skapaði konunum í Íslensk-lesbíska
aðstæður og lífsskilyrði sem enginn annar minnihlutahópur þurfti
að glíma við, hvorki konurnar sem þær unnu með í kvennahreyfing-
unni né karlkyns samstarfsfélagar þeirra í Samtökunum ’78. Í því
ljósi er vert að fjalla um Íslensk-lesbíska sem vettvang þar sem lesbí-
ur fengu að skapa sér félagslega sjálfsmynd ekki eingöngu byggða
á kynhneigð eða kyngervi heldur á samtvinnun þessara þátta.
Heimildirnar sem þessi rannsókn byggist á eru fréttabréf, stefnu-
yfirlýsingar og bréf Íslensk-lesbíska, auk gagna frá Samtökunum ’78
sem finna má í einkaskjalasafni þeirra á Borgarskjalasafni Reykja -
víkur. einnig skoðaði ég skjalasöfn kvennaframboðsins í Reykjavík
og kvennalistans sem varðveitt eru á kvennasögusafni. Þá veita tíma-
ritsgreinar innsýn í starf Íslensk-lesbíska, veruleika lesbía á níunda
áratugnum og vísbendingar um stöðu þeirra innan ríkjandi orðræðu.
Loks skal nefna viðtöl, sem tekin voru fyrir þessa rannsókn, við
níu einstaklinga, þar af fimm konur, sem komu að starfi Íslensk-
lesbíska, og tvær lesbíur sem voru virkar innan Samtakanna ’78 á
seinni hluta níunda áratugarins.5 Viðmælendur mínir voru spurðir
um þátttöku í lesbísku kvennastarfi, starf Íslensk-lesbíska, samskipt-
in við kvennahreyfinguna og Samtökin ’78 og stöðu lesbía innan
þessara hreyfinga, samþættingu á grundvelli kyngervis og kyn-
hneigðar og félagslega sjálfsmynd þeirra. einnig talaði ég við gagn -
kyn hneigða konu, sem starfaði í kvennahúsinu um miðjan níunda
áratuginn, og samkynhneigðan karl, sem var mjög virkur í Sam -
tökunum ’78 á tímabilinu 1980–1990, til að átta mig betur á mynd -
inni af Íslensk-lesbíska frá sjónarhóli annarra innan kvennahreyfing-
arinnar og Samtakanna ’78.6
lesbía verður til 11
5 Viðtal. katrín Jónsdóttir 13. apríl 2016; Viðtal. elísabet Þorgeirsdóttir 14. apríl
2016; Viðtal. Þóra kristín Ásgeirsdóttir 29. apríl 2016; Viðtal. Anni Haugen 10.
maí 2016; Viðtal. Guðbjörg ottósdóttir 6. maí 2016; Viðtal. Ragnhildur Sverris -
dóttir 23. maí 2016; Viðtal. Lana kolbrún eddudóttir 20. júní 2016.
6 Viðtal. Guðrún Jónsdóttir 9. maí 2016; Viðtal. Böðvar Björnsson 10. ágúst 2016.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 11