Saga - 2016, Page 15
Fræðimenn á þessu sviði urðu þó fljótlega varir við að það
reyndist örðugra að finna sannanir fyrir samkynhneigð en þeir
höfðu gert ráð fyrir, sérstaklega þegar konur áttu í hlut en mjög fáar
berorðar og afdráttarlausar heimildir eru fyrir samkynhneigð kvenna
fram á 20. öld. Tilkoma hinsegin fræða (e. queer theory, queer stu-
dies) við upphaf tíunda áratugar 20. aldar gerði sagnfræðingum
kleift að leysa þennan vanda með því að leggja áherslu á hvernig
kynverund og kynhneigð mótast af ríkjandi orðræðu hverju sinni í
stað þess að leita að samtímabirtingarmyndum samkynhneigðar í
fortíðinni.
Michel Foucault var lengi vel áhrifamesti fræðimaðurinn á þessu
sviði og hafa þær kenningar sem hann setti fram í riti sínu Histoire
de la sexualité, frá 1976 til 1984, haft mikil áhrif á þann túlkunar-
ramma sem liggur rannsóknum á sögu samkynhneigðar til grund-
vallar. Hann heldur því fram að samkynhneigð megi rekja til aukins
vægis kynverundar í sjálfsmynd Vesturlandabúa. Fram á 19. öld hafi
kynlíf einfaldlega verið eitthvað sem fólk stundaði en einkenndi það
ekki sérstaklega. en eftir því sem mikilvægi kynverundar jókst og
læknisfræðin, sérstaklega kynfræðin, efldist sem fag, undir lok 19.
aldar, varð samkynhneigð að persónueinkenni sem lagði grunninn
að mótun sjálfsmyndar á grundvelli kynhegðunar, kyntjáningar og
kynhneigðar.8
Sá kenningarammi sem Foucault setti fram hefur síðan legið flest-
um veigameiri rannsóknum á sögu kynverundar til grund vall ar, t.d.
rannsóknum eve kosofsky Sedgwick, John D’emilio, estelle B.
Freed man, Jeffrey Weeks o.fl.9, því er nú lögð áhersla á að hugtökin
samkynhneigð og gagnkynhneigð séu tiltölulega ung fyrir bæri sem
rekja megi til nútímalæknisfræði, iðnvæðingar, kap ítal isma og þétt -
býlismyndunar. Með tilkomu kapítalismans og iðn væð ingar innar
hafi vægi fjölskyldunnar sem aðalfram færslueining ar minnkað og
ungt fólk flykkst til stórborga þar sem það um gekkst fólk af sama
kyni í áður óþekktum mæli, t.d. á kynjaskiptum vinnu- og húsnæðis-
lesbía verður til 13
8 Michel Foucault, The History of Sexuality. Volume I: An Introduction (New york:
Vintage Books 1980), bls. 42–44.
9 Sjá t.d. eve kosofsky Sedgwick, Epistemology of the Closet (Berkeley: University
of California Press 1990); John D’emilio og estelle B. Freedman, Intimate Matters.
A History of Sexuality in America (New york: Harper and Row 1988); Jeffrey
Weeks, Sexuality and Its Discontents. Meaning, Myths, and Modern Sexualities
(London: Routledge og kegan Paul 1985).
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 13