Saga - 2016, Page 16
markaði þar sem ekki þótti viðeigandi að ungir karlar og konur
væru í of miklu návígi. Þar með myndaðist rými til að stofna til
samkynja ástarsambanda, umgangast fleira fólk sem eins var ástatt
með og móta sér þannig sjálfsmynd á grundvelli kyns þeirra ein-
staklinga sem það stundaði kynlíf með.10 Framhaldið var þó mjög
ólíkt sitthvorumegin Atlantshafsins. Síðari heimsstyrjöldin hafði
geigvænleg áhrif á þau hinsegin samfélög sem höfðu blómstr að í
evrópskum borgum, t.d. París og Berlín. Þýskir nasistar höfðu mikla
andúð á samkynhneigð og töldu hana til vitnis um úrkynjun germ-
anska kynstofnsins. Samkynhneigðir voru því fangelsaðir og í sum-
um tilfellum sendir í útrýmingarbúðir.11 Aftur á móti var heimsstyrj-
öldin að vissu leyti blómatími fyrir Bandaríkjamenn og kanada búa
sem löðuðust að eigin kyni. Herþjónusta þúsunda ungmenna, bæði
karla og kvenna, jók enn frekar á kynjaskiptingu samfélaganna þar
vestra og skapaði enn stærra rými fyrir samkynja ástarsambönd.
Barir samkynhneigðra blómstruðu og mynduðu vettvang til sjálfs-
myndarsköpunar, sérstaklega fyrir fólk af lægri stéttum.12 Mennt -
aðir Bandaríkjamenn og fólk af efri stéttum stofnuðu í kjölfar styrj-
aldarinnar félagasamtök sem höfðu það að markmiði að berjast fyrir
réttindum samkynhneigðra og jákvæðari viðhorfum í þeirra garð á
grundvelli þess að þeir væru virðingarverðir borgarar. Þessi félög
kallast á ensku the Homophile Movement, sem gæti útlagst á íslensku
sem hómófíl-hreyfingin, en hún skaut einnig rótum í evrópu þar
sem sambærileg félög voru stofnuð, m.a. á Norðurlöndum.13
Þessi félög, ásamt börum og skemmtistöðum, ruddu leiðina fyrir
pólitíska réttindabaráttu samkynhneigðra í Bandaríkjunum undir
lok sjöunda áratugarins og breiddist á skömmum tíma yfir til evrópu.
Frelsishreyfing homma og lesbía (e. gay liberation) beindi spjótum
íris ellenberger14
10 John D’emilio, „Capitalism and Gay Identity“, The Lesbian and Gay Studies
Reader. Ritstj. Henry Abelove, Michele Aina Barale og David M. Halperim
(New york og London: Routledge 1993), bls. 467–476.
11 Dagmar Herzog, Sexuality in Europe. A Twentieth-Century History (Cambridge:
Cambridge University Press 2011), bls. 83–93; Judith Schuyf, „Hidden from
History?“, bls. 75.
12 Grundvallarheimild um samkynhneigða í síðari heimsstyrjöldinni í Banda -
ríkjunum er rit Allans Berubé, Coming Out Under Fire, sem kom fyrst út árið
1990: Allan Berubé, Coming Out Under Fire. The History of Gay Men and Women
in World War II (New york: Plume 1991). Sjá einnig John D’emilio og estelle B.
Freedman, Intimate matters, bls. 288–290; Judith Schuyf, „Hidden from Hi -
story?“, bls. 75.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 14