Saga - 2016, Side 17
sínum að gagnkynhneigðum viðmiðum samfélagsins sem hófu
kjarnafjölskylduna og föst kynjahlutverk hennar til vegs og virðing-
ar. Samkynhneigð varð þannig í sjálfu sér pólitískt andóf gegn ríkj-
andi kerfi. Hreyfingin stundaði, líkt og frelsishreyfingar annarra
minnihlutahópa á þessum tíma, svokallaða sjálfsmyndarpólitík
byggða á greiningu á og meðvitund um kúgun ákveðinna hópa.
Hún felur í sér að jaðarsettir hópar hafna viðteknum skoðunum
meirihlutasamfélagsins um að meðlimir hópsins séu náttúrulega
undirskipaðir og að sú skipun eigi sér eðlilegar orsakir. Þess í stað
gengur sjálfsmyndarpólitík út á að efla meðvitund hópsins um eigin
stöðu og sögu og umbreyta sjálfsvitund einstaklingsins sem og sam-
félagi hinna jaðarsettu.14
Skandinavíulöndin fylgdu þessari þróun í grófum dráttum. Þar
voru fyrstu hómófíl samtökin stofnuð um miðbik 20. aldar, For -
bundet af 1948 í Danmörku, RFSL (Riksförbundet för sexuellt lika -
berättigande) í Svíþjóð og Det norske forbundet av 1948 í Noregi.
Með frelsishreyfingu homma og lesbía á sjöunda og áttunda áratug
20. aldar breyttu þessi samtök um áherslur, í átt að sjálfsmyndar-
pólitík, auk þess sem ný róttækari samtök voru stofnuð, t.d. Bøsser -
nes Befrielsesfront og Lesbisk Bevægelse í Danmörku, Lesbiska
Feminister og Lesbisk Front í Svíþjóð ásamt Lesbisk bevegelse og
Ar beidsgrupper for homofil frigjøring í Noregi.15 Hreyfingin var
lesbía verður til 15
13 John D’emilio, Sexual Politics, Sexual Communities. Making of a Homosexual
Minority in the United States 1940–1970 (Chicago, University of Chicago Press
1983); Vibeke Nissen og Inge-Lise Paulsen, „Handling gi’r forvandling. klip af
homobevægelsernes historie i Danmark“, Lambda Nordica 8:2–3. (2000), bls. 9–
41, einkum bls. 12–14; Birgitte Söland, „en queer nation? Genomförandet av
lagstiftningen om registrerat partnerskap för bögar og lesbiska i Danmark
1989“, Lambda Nordica 4:2 (1997), bls. 42–62, einkum bls. 45–47.
14 Sjá t.d. John D’emilio og estelle B. Freedman, Intimate matters, bls. 318–325;
Anne M. Valk, „Living a Feminist Lifestyle: The Intersection of Theory and
Action in a Lesbian Feminist Collective“, Feminist Studies 28:2 (2002), bls. 303–
332, einkum bls. 310–311.
15 Vibeke Nissen og Inge-Lise Paulsen „Handling gi’r forvandling“, bls. 18; Nils
Weijdegård, „kampen som förändrar. Svenska bögar och lesbiska under efter -
krigstiden“, Lambda Nordica 8: 2–3 (2000), bls. 67–86, einkum bls. 74; karen-
Christine Friele, „Med regnbuen som våpen. Fragmenter av norsk homo -
historie gjennom 50 år“, Lambda Nordica 8:2–3 (2000), bls. 42–66, einkum bls.
52–53.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 15